Kirkjuritið - 01.11.1962, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.11.1962, Blaðsíða 29
KIRKJURITIÐ 411 allt húsið með Ijósinu, sem hann liafði borið með sér úr kirkjunni. Allir biðja sameiginlega fyrir þessu heimili. Þeir, sem eftir eru, lialda nú frá þessu uppljómaða húsi til næsta heimilis og áfram frá einu húsi til annars, þangað til öll heim- ili hinna kristnu í þorpinu eru ljósum prýdd. m Hinir frumkristnu komu saman til guðsþjónustu á heimil- unum. Þegar hinn kristni söfnuður stækkaði og lieimilin rúm- uðu ekki lengur þennan mikla fjölda, tóku kirkjuliúsin við sem aðalsamkomustaðir kristinna manna. Kristnu heimilin héldu að sjálfsögðu áfram að vera gróðrarstöðvar kristninnar, og mörg heimili héldu einnig áfram að vera miðstöðvar kristi- legs starfs, t. d. heimili leiðtoganna. Á hinum síðari tímum hefur á ný verið hafizt lianda um að gera kristin heimili að helgihaldsstöðum, þar sem lialdnar eru mjög óbrotnar guðs- þjónustur. Vinum og nágrönnum er boðið að koma og lieyra um kærleika Guðs í Kristi. Og það liefur oft borið við, að eldhúsborð, sem að öllum jafnaði var notað fyrir hina sam- eiginlegu máltíð fjölskyldunnar liafi verið notað til liinnar helgustu kristnu athafnar, kvöldmáltíðarinnar. Kvöldmáltíðin, brotning brauðsins, var hámark guðsþjón- ustunnar í hinuin frumkristna söfnuði. Og á liðnum öldum hafa kristnir menn safnazt saman til kvöldmáltíðarinnar og án hennar var messan í augum þeirra næsta ófullkomin. En hafi heimilisguðræknin og kirkjan verið afrækt á vorum dög- um, þá hefur altarissakramentið hlotið það hlutskipti í enn ríkari mæli. Altarisgöngur eru orðnar fátíðar og tíðkast sums staðar aðeins í sambandi við fermingar. Sá siður, að þjón- usta sjúka og deyjandi, þ. e. veita þeim sakramentið í lieima húsum, hefur lagzt af að kalla. Þeir eru jafnvel til, sem aldrei hafa gengið til altaris, eða þá aðeins einu sinni á ævinni. Ef vér liinir eldri meðlimir kirkjunnar afrækjum altarisborðið, þá förum vér á mis við mikla blessun, sem Jesús hefur ætlað lærisveinum sínurn, og hvílíkt fordæmi gefum vér þeim, sem eru að húast til sinnar fyrstu altarisgöngu. Ef vér göngum aðeins einu sinni til altaris á allri ævi vorri, getum vér þá bú- izt við því, að fermingarbörnin álíti þessa athöfn hafa mikla

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.