Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1962, Qupperneq 38

Kirkjuritið - 01.11.1962, Qupperneq 38
KIRKJURITKk 420 minningar. Skildum við félagarnir daginn, er fundinum lauk. Daginn eftir fór ég til Túnsbergs, og átti þar ánægjulega komu til biskupshjónanna, er búa þar í nýjum biskupsgarSi. Fylgdi biskup mér upp á fjallið, þar sem Hákon gamli átti borg sína forðum, og er þaðan mjög fagurt um að litast. Síðan fylgdu bjónin mér til skips í Horten, en þaðan sigldi ég suður til Kaupmannahafnar. Ekki má ljúka þessum línum, án þess að þakka liinu norska prestafélagi, einkum séra Tron Tronsen, sem sá um allt með liinni mestu prýði. Veizlan, sem norska prestafélagið hélt fundarmönnum, bar vitni um niikla rausn, og þá eigi síður öll sú lipurð og greiðvikni, sem sýnd var í smáu oog stóru. Að mínu áliti bafa norrænu prestafundirnir mikla þýðingu, einnig fyrir íslenzka presta, og væri æskilegt, að tök yrðu á því framvegis, að Island ætti þar fleiri fulltrúa en voru í þetta sinn. Hver veit, nema við getum náð því marki að senda sem svarar einu knattspyrnuliði á næsta fund, er lialdinn verður í Finnlandi, sennilega að þrem árum liðnum. Nef ndarskipun Samkvæmt tillögu söngmálastjóra þjóðkirkjunnar befur biskup ákveðið að skipa nefnd til þess að vera söfnuðum lil ráðuneytis og leiðbeininga um kaup á kirkjuhljóðfærum og eftirlits með þeim. I nefndinni eru, auk söngmálastjóra, dr. Róbert A. Ottósson, sem er formaður bennar, organleikararnir Páll Kr. Pálsson, Hafnarfirði, og Guðmundur Gilsson, Selfossi. Skulu prestar og safnaðarstjórnir leita til nefndar þessarar um upplýsingar og fyrirgreiðslu, þegar um kaup er að ræða a bljóðfærum og viðgerðir á þeim. Er til þess ætlazt, að ekki sé ráðizt í hljóðfærakaup og ekki ráðnir menn til viðgerða nema fyrir liggi samþvkki liennar. Ennfremur er tekið fram, að þess sé ekki að vænta, að biskup mæli með eftirgjöf á inn- flutnings- og aðflutningsgjöldum af innfluttum bljóðfæruin, nema nefndin hafi samþykkt kaupin.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.