Kirkjuritið - 01.11.1962, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.11.1962, Blaðsíða 34
416 KIRKJURITIÐ en þar átti séra Þorgrímur að vera einn af ræðumönnum á fyr- irlestraskrá. Séra Jón Þorvarðarson kom svo á mánudaginn, og vorum við þá orðnir þrír frá íslandi. Sandafjörður er ekki stór bær, en viðkunnanlegur, og um- hverfið fagurt. Hér snýst allt um hina miklu hvalveiðastöð og útgerð, sem Anders Jahre er aðaleigandi að. Sendir útgerðin skip sín alla leið til suður-hafa til hvalveiða. Anders Jahre er einnig mjög kunnur að því að liafa mikinn áhuga á menning- armálum, og liefur gefið stórfé til stuðnings læknavísindum. Kirkjan mun lieldur ekki liafa farið varhluta af örlæti lians. Á Park Hotel eru lialdnir margir fundir og ráðstefnur. Þar eru skilyrði hin beztu, stórir og rúmgóðir fundarsalir, borð- salir, er rúma hundruð manna samtímis, og allt eftir þessu. Hér fékkst með öðrum orðum „alit á sama stað“, og virtist ekki fara meira fyrir á þriðja liundrað prestum og prestskon- um en Jónasi spámanni einum í kviði livalfiskjarins. Eins og vænta mátti, var einn fundarsalurinn kenndur við spámanninn. Eins og venja er til, skiptust verkefni fundarins í þrennt, sameiginlega tilbeiðslu, fyrirlestra og uinræður, og loks fræðsluferðir um nágrennið. Fræðsluferðirnar voru farnar undir stjórn og leiðsögn séra Asbjörn Bakken, sem er umsjónarmaður með þjóðminjum fylkisins, hinn sögufróðasti maður. Flutti hann meðal annars erindi í Hedrum kirkju, sem er einn elzti kirkjustaður Nor- egs, og skýrði út frá hinum sögulegu minjum tildrögin að hinu fyrsta kristniboði í Noregi. Fengum við þar dálítið skemmtilegri mynd af því en Snorri Sturluson gefur í Ólafs sögu helga, en ef lil vill ekki eins spennandi á „lieimsins vísu“. — Skoðuðum við einnig gamalt prestsetur, sem á merkilega sögu. Morgunguðsþjónustur fóru fram í ýmsum nærliggjandi kirkjum, og altarisganga í Sandafjarðarkirkju. Prédikaði þar Dagfinn Hauge biskup í Túnshergi (Tönsberg). Fyrirlestrarnir voru mjög fjölbreyttir að efni. Mætti komast svo að orði, að þeir hafi veitt bæði innsýn og útsýn. Fyrsta erindið flutti formaður norska prestafélagsins, Per Juvkam, biskup í Björgvinjarbiskupsdæmi, aðlaðandi prúðmenni, tal- inn hygginn maður og raunsær. Hann talaði um norsku kirkj- una í dag. Var mjög eftirtektarvert, hversu vandamálin eru

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.