Kirkjuritið - 01.11.1962, Blaðsíða 45

Kirkjuritið - 01.11.1962, Blaðsíða 45
BÆKUR KALEVALA I II Karl Isfeid íslenzkaði. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1957 og 1962. Tveir finnskir öndvegishöfundar voru mjög ástsælir hérlendis fyrstu áratugi þessarar aldar, þeir Sakar- ias Topelíus og J. L. Runeherg. Sá fyrri fyrir Sögur herlœknisins, en hinn síðari vegna Sveins Dúfu og annarra kvæða úr Ljóðabálki Stals liðsforingja. Séra Matthías þýddi hvoru tveggja af þjóðfrægri snilld. Siðar komu fleiri finnsk skáld til sögunnar, sem áunnu sér hér vin- sældir, einkum F. E. Sillanpaa. Og saga Finna — einkum frelsisbar- átta þeirra, hefur jafnan verið ís- lendingum hugstæð. Báðar þjóð- irnar búa í harðhýlu landi og urðu að sætta sig við langa undirokun — en endurheimtu sjálfstæði sitt í saina mund. Mikill íslandsvinur Erik Juur- anto átti fyrir allmörgum árum '•ppástungu að því að frægasti þjóð- kvæðabálkur Finna: Kalevala yrði býddur á vora tungu. Yar því vel tekið af forráðamönnum menning- armála og styrkt af Alþingi og Karl Isfeld hlaðamaður ráðinn til að leysa verkið af höndum. Tókst þetta giptusamlega að öðru leyti en því, að þýðandinn átti rétt eftir að relca smiðshöggið á verk sitt, þeg- ar hann andaðist 28. 9. 1960. En því lauk Sigríður Einars frá Mun- aðarnesi og hjó hún síðari hlutann undir prentun. I eftirmála rekur Sigurður A. Magnússon efni og sögu þessa forna kva'ðabálks. sem helzt mætti segja að væri liliðstæður við Eddukvæð- in og sögu þeirra hjá oss. En Elías Lönnrot (f. 1802) fyrst læknir en síðan prófessor í finnskum bók- menntum við háskólann í Helsing- fors barg þessum ljóðum frá gleymsku. Karl Isfeld mun ekki hafa ís- lenzkað nema um tvo þriðju hluta Ijóðanna, enda munu allar þýðing- ar þeirra vera meira og minna styttar. I bálkinum kennir ótal grasa. Þar er mikil goðafræði, einnig snjallar lýsingar á finnskri náttúru, og margar merkar þjóðlífsmyndir frá fyrri öldum. Þýðandinn liefur kostað kapps um að vanda rím og orðfæri sem mest og verður bálkurinn því með iniklum og oft rönnnum forneskju- hrag, eins og eflaust vera ber.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.