Kirkjuritið - 01.11.1962, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.11.1962, Blaðsíða 36
418 KIRKJURITIÐ Þorgríms Sigurðssonar, um trúarlíf prestsins, hvernig það mótaðist við nám hans og starf í þeirri sérstöðu, er hann hlyti að vera í sem orðsins þjónn. Vonast ég til, að lesendum Kirkju- ritsins auðnist að sjá þetta erindi eða útdrátt úr því á prenti. Tveir fyrirlestrar beindu huganum sérstaklega út á við, til heimsmálanna. Próf. Lögstrup ræddi um kirkjuna og friðar- starfið. Hann varaði við því, að kenna austrinu einu um þær viðsjár, sem ættu sér stað með þjóðum heimsins, því að menn mættu hvorki gleyma samkeppni Evrópuþjóðanna, sem verið liefði, áður en kommúnisminn kom til sögunnar, né nýlendu- veldinu. Eins og sakir stæðu, yrðum vér að liorfast í augu við þá mótsögn, að annars vegar væri atóinbomban fordæmd, og hins vegar væntu menn sér friðar undir hennar vernd. Kirkjan og einingarviðleitni Evrópu var aðalefnið í fyrir- lestri dr. Per Lönnings, sem er kunnur þingmaður og guð- fræðingur, norskur. Hann taldi, að efnahagsbandalagið væri sprotliö af eðlilegri viðleitni Evrópuþjóðanna til að samein- ast sem ein heild, einnig í menningarlegu tilliti. Slíkt væri nauðsynlegt, þar eð slík sameiningarviðleitni liefði átt sér stað bæði í Ameríku, Afríku og Asíu. f kirkjulegu tilliti óttuðust margir, að kaþólska kirkjan yrði áhrifameiri í prótestantiskum löndum, vegna efnahagsbandalagsins, en sú kirkjudeild myndi ekki síður eiga örðugleikum að mæta, meðal annars vegna þess, að náin samskipti Suður-Evrópubúa við Norður-Evrópu myndu kynna þeim betur en áður, að kaþólsk lönd væru yfir- leitt aftur úr í þjóðhagslegu og atvinnulegu tilliti. Ræðumað- ur kvað það ekki hlutverk kirkjunnar að taka afstöðu með eða móti efnahagsbandalaginu, en liún hlyti að láta sig skipta umræðurnar og þau sjónarmið, er kæmu þar fram, með lilið- sjón af kenningu Lútliers um hin tvö „regiment“. —- Umræður voru ekki um neitt af því, er fyrirlesararnir höfðu fram að bera, og má ganga út frá því sem vísu, að skoðanir liefðu orðið skiptar bæði um þennan fyrirlestur og fleiri. En gert er ráð fyrir því, að þeir verði birtir í tímaritum, og kynnt- ir prestum eftir því, sem föng eru til í hverju landi, og gefst þá tækifæri til atliugasemda. Síðasta fundardaginn fóru fram umræður eða samtal um samvinnu norrænna presta. Frummælendur voru tveir, séra Alexander Jolmson rektor frá Noregi, og dr. Ove Hassler,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.