Kirkjuritið - 01.12.1962, Síða 14

Kirkjuritið - 01.12.1962, Síða 14
444 KIRKJURITIÐ framtennur í efra gómi eru mjög mikið eyddar og telur pró- fessor Steffensen ekki ólíklegt að skökku framtennurnar í neðra gómnum hafi átt þátt í að misslíta þeim. MeSallanghöfði Prófessor Steffensen sagði til viðbótar því, sem þegar hefur verið lýst, að af samanburði liöfuðkúpunnar og teikningarinn- ar af Meistara Jóni (sem birtist fyrst í Nýjum félagsritum, síðar í Biskupasögum og með Postillunni, og mun liafa verið gerð af Meistara Jóni í Kaupmannahöfn), sé ekki ástæða til að ætla annað en teikningin sé í aðalatriðum rétt, að slepptri ennis- hæð, sem virðist vera ýkt á teikningunni. Það gæti stafað af því, að Meistari Jón hefði verið sköllóttur, um það verður þó ekkert fullyrt þar eð hann er með liárkollu á teikningurmi að þeirra tíma hætti. Svo mikið er þó víst, að ekki fundust nein höfuðhár af Vídalín í kistu hans. Steffensen sagði enn fremur í viðtalinu, að eftir því sem næst yrði komizt, hefði Meistari Jón verið meðallangliöfði. Gómur lians hefur verið nokkuð mjór miðað við lengd. Hökubeinið gefur til kynna, að hakan hafi verið hvöss, um það verður þó ekki fullyrt þar eð holdfylling getur liafa hreytt liökusvipnum, en teikningin af Meistara Jóni styður þá tilgátu, og gæti þó hakan virzt hvassari á henni, en hún var í raun og veru, sökum hökutoppsins. Höfuðkúpan í heild virðist vera af meðalhæð og ennið í meðallagi liátt og breitt. Vídalín liefur verið lágur til hnésins eftir beinamælingum að dæma, sköflungurinn stuttur, miðað við lærlegginn. RauSur liökutoppur En prófessor Jón Steffensen liefur fleiri og jafnvel furðulegn minjar um Jón Vídalín undir höndum en bein hans og fruar hans. Hver skyldi trúa því að skegghár Meistara Jóns hefði varðveitzt í kistu lians síðan 1720. Maður verður nú samt að trúa prófessor Steffensen, og eigin augum, þegar liann dregur hátíðlega upp tilraunaglas liálffullt með ljósrauðu, stuttu skegg- liári og segir: „Þarna sjáið þér nú liökutopp Meistara Jóns • Ja, þetta er vissulega ótrúlegt, en satt er það engu að síður. Þessi skeggliár lágu á hökubeininu, eða neðri kjálkanum, í kist-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.