Kirkjuritið - 01.12.1962, Side 20

Kirkjuritið - 01.12.1962, Side 20
Gunnar Arnason: Pistlar Vonarnótt mannkynsins „Draumur vetrarrjúpunnar“ Iieitir ógleymanleg mynd eftir Kjarval. Rjúpa nötrar í hvítum, köldum snjónum, en við fæt- ur hennar er hreiður með eggjum, falið lyngi. Gleði hennar, ást og friður. Það, sem liún þráir mest og ann heitast. Jólin eru hin mikla draumanótt mannkynsins og aldrei frek- ar en nú. Vér eruin að vonum gleðiþyrst kynslóð. Alin í skugga styrj- aldanna með biksvartan bakka ógna og eyðilegginga beint við augum. Gleðisalirnir eru fullir kvöld eftir kvöld og lítt horft í kostnaðinn. Börnin tönnlast á því að þau vilji ekkert læra né gera annað en það sem sé skemmtilegt. Óhugnanlega margir krjúpa jafnvel við eiturlindir, ærðir af þorsta. Lærisveinar Jesú Krists, flestir fátækir menn og gleðisnauðir gáfu boðskap lians nafnið: fagnaðarerindi. Margt kom til, en það mest, að hann gróf til þeirrar gleðilindar, sem allir þrá. Lindar, sem hvorki þrýtur í sumarhitum né frýs í vetrarliörkum og er svo tær, að hún speglar liimininn. Gleði lijartans, sem logar í auga iðjumannsins, endurspeglast í svip barnsins í sólskininu og tindrar í tárum þess, sem hugg- ast við fótskör Guðs. Hvers vegna er svona hamast við að sá fræjum liatursins um allar jarðir? Getur oss aldrei ofboðið það? Vér vitum þó að það er ekki vígbúnaðarkapphlaupið, sein velferð veraldarinnar veltur mest á, heldur góðvildin. Sultur milljónanna er miklu þyngra og mikilvægara áhyggju- efni en fullkomnun drápstækjanna. Meðan börn farast í hrönu-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.