Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1970, Qupperneq 18

Kirkjuritið - 01.04.1970, Qupperneq 18
Séra Þorsteinn B. Gíslason: Hvers vegna ég varð prestur InngangsorS Val lífsstarfs er ávallt mikilvæg og afdrifarík ákvörðun, sen1 skapar mönnunum góð eða miður góð örlög eftir því seH1 til tekst. Það má vel vera að stundum fylgi því ekki mikil lieilabrot eða vangaveltur, en oftast munu þó fleiri samverk' andi öfl og áhrif ráða þar úrslitum. Ég geri ráð fyrir prestsstarfið sé þar í raun og veru engin undantekning. Þel1 eru geri ég ráð fyrir færri, sem eru svo að segja fæddir nieð þá köllun í sál sinni, eða liafa gengið iit í þetta starf án þesS að vera nokkru sinni í vafa um, livort þeir ættu að gera þa^' Ég er að minnsta kosti ekki í þeirri tölu. Ég vil nú í stuttu máli gera þessu efni örlítil skil í von um, að það verði engu®9 til hneykslunar eða sálartjóns. Bernskuáhrif Ég ólst upp hjá foreldrum mínum Gísla Guðlaugssyni og kon'1 hans Guðrúnu Magnúsdóttur fyrstu tíu ár ævinnar, eða þaf til faðir minn andaðist 23. október 1906. Var ég þá 9 ár‘' gamall. Þessi ár bjuggu þau á fremstu bæjunum í Vatnsdak Forsæludal og Sunnuhlíð. Þau voru bæði trúaðar og beiðvirð*11 manneskjur, ósnortin af efasemdum og efnisbyggju sem tekn1 var að gera vart við sig á þeim tíma og sum skáldin tekn1 að túlka. Ég naut því trúarlegs andrúmslofts fyrstu árin, lser‘ margar bænir og byrjaði snemma að lesa biblíusögur og l*51*1 sálma. Ég var ákaflega bændur að föður mínum og var mer það þungt áfall er liann lézt eftir örstutta legu. Má vera, 11 þá fyrst hafi ég nokkuð tekið að brjóta heilann um eilífðar

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.