Fríkirkjan - 01.01.1899, Page 8

Fríkirkjan - 01.01.1899, Page 8
4 fraravegis hingað í áttina og hætti ekki að styðja málið raeð góðum og viturlegum tillögum sínum. En að hér á landí skuli ekki vera til kirkjulegt rit nema eindregið á mótí frí- kirkjunni, það er hneixli; og tvöfalt hneixii að slíkt blað kall- ar sig „Verði ]jós!“ fó er það ekki þetta eitt, sem nú knýr mig til að hjóða löndum mínum þetta nýja blað. Eg hneigist mjög til frjálsrar rannsóknar á kristindóminum yfir höfuð, bæði að því er kenn- inguna snertir og allt fyrirkomulag kirkjunnar; slíka rannsókn álít eg með öllu nauðsynJega til að viðhalda hinu sanna trú- arlífi. bæði hjá einstaklingunum og í söfnuðunum. Margir snúast öndverðir gegn allri slik'ri rannsókn og skoða hana jafnaðarlega sprottna af vantrú, þarsem það þó er og hlýtur að vera eðli hinnar sönnu trúar að vilja ekki trúa í blindni, heldur leitast við að gjöra sér sem Ijósasta grein fyrir innihaldi trúarinnar og grundvelli. Komist einhver við þessa rannsókn að einhverri annari niðurstöðu enn áður hefur kennt verið eða haft fyrir satt, og gjöri þessa niðurstöðu heyrum kunna, þá mun optast mega heyra raddir um vantrú, guðleysi og árásir á kristindóminn. Petta er gamalt og nýtt mein í kirkjunni. Margir ágætir sannleiksvottar hafa látið líf sitt fyrir það að þeir gátu ekki að einhverju leyti aðhyllst það form fyrir trú og siðum, sem slegið hafði verið föstu í kirkjunni og höfðu djörfung til að framfylgja sannfæringu sinni. Nú er að vísu ekki lengur hætt við að nokkur þurfi að láta líf sitt fyrir slíkar sakir. En það er hæt-t við öðru; sé hin frjálsa rannsókn barin niður með ofstækisfullum aðsúg þeirra, sem halda fast við hið gamla form, gegn hverjum þeim, er kemst að einhverri annari niðurstöðu, þá hlýtur það, ef ekki að deyða, þá að minnsta kosti að hnekkja mjög iífinu í kirkjunni, og verða til að eíia þar annaðhvort blinda ogdauða trú eða áhugaleysi og hreina vantrú. Eg vona að öllum sé ljóst að eg á hér við frjálsa rann- sókn innan þeirra eðlilegu takmarka, sem af því leiða að öll trúin er byggð á guðs opinberaða orði. Frjálsa rannsókn guðs orðs, frjálsa rannsókn við ljós guðs orðs á allri kenningu og

x

Fríkirkjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.