Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Blaðsíða 22
96 SVEINN SKYTTA N. Kv.- urinn muni þessa í kassa hérna undir altar- inu, þar sem smurðlingarnir eru geymdir.“ „Ert þú sjálfur ekki smeykur að fara ofan þangað?“ „Æ, strangi herra! Með mig er öðru máli að gegna. í grafarastarfi mínu hef ég gengið hér um kirkjuna árum saman og séð líkin. Ég lield nærri því, að þau séu larin að kann- ast við mig.“ „Og ég er hermaður,‘ ‘mælti Manheimer, „og mér er nær að iralda, að ég hafi breytt fleirum í lík um ævina, heldur en þú hefur augum litið líkin um ævina þína. Farðu nú á undan, maður minn, svo skulum við ganga ofan og heilsa upp á smurðlingana.“ Grafarinn gekk yfir að altarinu og opnaði leynihlera í gólfinu og tók að stíga þar nið- ur. Manheimer dró sverð sitt úr slíð'rum og hélt hiklaust á eftir honum. Um leið og hann steig niður í stigann, sem lá ofan í hvelfinguna, sneri hann sér við og gaf hermanninum \ ið dyrnar ltend- ingu um að koma nær. „Hlauptu nú til höfuðsmannsins,“ sagði hann í lágum hljóðum, „og biddu hann að koma hingað með fjóra menn sína.“ Að svo mæltu hélt hann áfram ofan stigann. XIV. Hjd smurðlingunum. Er komið var niður í hvelfinguna, hengdi sá er grafari þóttist vera, en það var einmitt Sveinn Gjönge, ljósker sitt upp í eina súl- una og lauk upp skyggni þess. í ljósbjarm- anum sá nú Manheimer allvíðan kjallara með gotneskum oddbogum og tveimur dyr- um á milli hliðarsúlnanna. Lágu báðar dyr þessar inn að fjölskyldu-grafhvelfingum ýmissa látinna aðalsmanna, er hér var búið urn í kirkjunni. I aðra hurðina voru felldar járngrindur, og út um þær bjarmaði dauf birta frá ljóskeri, sem liékk á vegg þar fyrir innan. í fremri kjallaranum, þar sem þeir Manheimer voru nú stáddir, stóðu nokkrar hkkistur, sveipaðar dökku klæði eða fóðrað- ar leðri, og voru allar brúnir þeirra reknar látúnsbólum. „Skollinn gráskjóttur!“ tautaði Manheim- er og svipaðist um. „Presturinn hefur svei mér valið sér góðan geymslustað fyrir fjár- sjóði sína.“ „Já, herra,“ svaraði Sveinn, „en þér eigið nú eftir að kynnast því betur. Það er nú fremur ruslaralegt hérna niðri sökum þess, að fyrstu dagana eftir að menn yðar komu liingað til bæjarins, fóru þeir um alla kirkj- una og snuðruðu hvarvetna. Þeir brutu jafnvel upp líkkisturnar og lyftu líkunum upp úr þeim til að ganga úr skugga um, hvort nokkrir fjársjóðir eða önnur verð- mæti væri fólgið hjá þeim.“ „Þetta er allt sannleikanum samkvæmt, er þú segir mér,“ svaraði Manheimer. „Ég' tók sjálfur þátt í rannsókn þessari, en við fundum ekkert að ráði. Hefði mig grunað — þá, hvað'a fjársjóðu skollafótur gamli hefði falið hér, mundum við hafa gengið betur að verki.“ ,,Æ, göfugi herra! Litli altarisbikarinn er nú enginn sérstakur fjársjóður." „Fjandinn sjálfur! Ég var nú Iteldur ekki aðeins að hugsa um bikarinn. — I stuttu máli: Mér er kunnugt, að presturinn geymir hér í kirkjunni fjársjóð mikinn. Það er hann, sem þú átt að afhenda okkur, þar eð það munt vera þú, sem átt hefur að sækja hann hingað og hafa á brott.“ ,,Jæja!“ sagði Sveinn, „hér hafa þá verið svik í tafli.“ „Því geturðu svei mér velt fyrir þér eftir á. Núna í svipinn stoðar þér ekkert að þræta né neita þessu, mér er þetta allt vel kunn- ugt, og menn mínir standa á verði umhverf- is kirkjuna. Reynir þú að bregða fyrir þig einhverjum undanbrögðum og vafningum, þá skal ég, fjandinn hafi það, láta hengja þig neðan í ljósakrónuna! Skilurðu það?“ „Já, mjög nákvæmlega,“ svaraði Sveinn; „en ég er nú heldur ekki jafn varnarlaus, sem þér kunnið að hyggja; og fyrst þér

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.