Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Blaðsíða 32

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Blaðsíða 32
106 BÆKUR N. Kv. Nokkrar góðar þjóðsögur og sagnir af fyrir- burðum og fleira, sem fengur er í. Hins veg- ar þykir mér kveðskapur lieldur léttmeti. Ingólfur Davíðsson og Ingimar Óskarsson: Garðagrúður. — Útg.: ísafoldarprentsmiðja. Rvík 1950. Þetta er mikil bók og vönduð að ytri frá- gangi, prýdd fjölmörgum myndum. Að efni til er hún sérstæð og merkileg, þar sem hún flytur lýsingu allra þeirra garðaplantna, sem höfundum var kunnugt uin að yxu hér á landi. Bókin skiptist í tvo hluta. í fyrri hlut- anum er ýmiss konar almennur fróðleikur um garðrækt, bæði lýsingar á görðum, leið- beiningar ýmsar sem að gagni mega koma bæði um garðrækt og varnir gegn sjúkdóm- um. Þá er þar skemmtileg og fróðleg skýrsla um hæð trjáa í görðum víðs vegar á landinu. Síðari hluti bókarinnar er hins vegar garða- flóra, með greiningarlyklum og tegunda- lýsingum, sem á að gera hverjum manni kleift að nafngreina plöntur þær, er vaxa í garði hans. Hafa höfundar lagt geysimikla vinnu í þann hluta bókarinnar, enda er það ekkert áhlaupaverk að semja slíkar lýsing- ar, svo að gagni verði, því að samkvæmt til- gangi bókarinnar, verður einkum að velja þau einkenni, sem hverjum eru auðsæ, en sneiða hjá hinum vísindalegu kennimerkj- um, sem oft verða ekki notuð nema af þaul- æfðum mönnum við tegundagreiningu. Ég bef enn ekki átt þess kost að nota bókina, en við lestur hennar fæ ég ekki annað séð, en að lýsingar hennar og greiningarlyklar séu prýðilega af hendi leystar. Er mér og svo vel kunnugt um vinnubrögð höfundanna, að þeim má treysta í hvívetna. Lýsingar víðast allar stuttar og gagnorðar og vel og skipu- lega samdar. Þá hafa höf. ráðist í það að gefa öllum tegundum, ættum og ættkvíslum ís- lenzk heiti. Má segja að slíkt væri nauð- synjaverk, jrar sem allflestar þeirra munu nafnlausar á íslenzku. Nafngiftir þessar eru vandaverk. Hafa sumar þeirra tekizt vel og jafnvel ágætlega, en aðrar miður, og allmörg eru þau nöln, sem ég held að erfitt verði að gera munntöm. Rúmið leyfir ekki að rita nánar um ein- stök atriði þessarar gagnmerku bókar. Hún er mikilvæg leiðbeining öllum þeim, sem garðrækt og blómum unna, og líklegt þykir mér að hún verði hvatning til raanna um að auka fjölbreytni og fegurð umhverfis hí- býli sín. Eiga höfundar og útgefandi miklar jrakkir skildar fyrir starf sitt og fyrirhöfn. Kvöldvaka, missirisrit um bók- menntir og önnur menningarmál. Svo nefnist tímarit, sem ísafoldarprent- smiðja hel'ur byrjað að gefa út, en Snæbjörn Jónsson er ritstjóri að. Sr. Benjamín Krist- jánsson á þar tvær greinar, og sín greinin er jrar eftir hvorn jreina, sr. Kristin Daníels- son og Árna G. Eylands. Annars er heftið skrifað af ritstjóranum og fjallar að miklu leyti um bækur og bókaútgáfu. Rit Kristínar Sigfúsdóttir II.—III. Reykjavík 1950-1951. - ísafold- arprentsmiðja. Með bindum þessum er lokið útgáfu ísa- foldarprentsmiðju á ritum Kristínar Sigfús- dóttur. — Kom I. bindið fyrir tæpum 2 ár- um, svo að greiðlega hefur gengið útgáfan. í þessum tveimur síðari bindum eru sögur og leikrit. Hefur allt verið prentað áður nema leikritið Melkorka, en nokkrar smásögur og jrættir ekki birzt fyrr en jietta í bókarformi. Lítill val'i er á, að rit Kristínar Sigfús- dóttur verða mörgum manni aufúsugestur nú eins og fyrr, er þau birtust fyrir nær ald- arfjórðungi. Er það og löngu viður- kennt, að hún er merkilegur rithöfundur, og fulltrúi hins mikla hóps Islendinga, sem

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.