Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Blaðsíða 29

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Blaðsíða 29
N. Kv. FJÖGUR LÍKIN FRÆGU 103 þess, að þar gekk allt að óskum og sam- kvæmt áætlun, þótt valdið hefði margvís- legum vandræðum í upphafi og um all- langa hríð. Voru kisturnar sóttar með leynd og látnar í grafir sínar. Til þess að aftra æst- um Þjóðverjum, er kynnu að vilja stela lík- unum, var gröfunum lokað með stálplötum og sementskán yfir. Síðan var lögð tveggja smálesta sandsteinshella yfir grafaropið. Um nóttina sat þarna steinhöggvari með hamar sinn og meitil og hjó letur á grafar- hellurnar. Það voru þó aðeins nöfnin ein, ásamt fæðingar- og dánardegi — engir titlar. Nú var þá allt tilbúið undir sjálfa athöfnina daginn eftir. Vilhjálmur krónprins hafnaði boðinu að vera þarna viðstaddur með forsendum þess- um: „Ég er nú kominn á þann aldur f. 1882), að jarðarfarir gera mér aðeins dapurt í geði.“ En Cecilía prinsessa og þrír aðrir Hohenzollar voru þarna viðstödd. Jarðar- fararsöfnuðurinn kom saman í skrifstofum herstjórnarinnar í Marburg til þess að vekja sem minnsta eftirtekt borgarbúa og var þaðan ekið til kirkjunnar í bílum. Bandarísku herforingjarnir þrír þóttust nú geta samglaðst og óskað hver öðrum til hamingju, hve vel hefði tekizt að varðveita leyndarmál þetta. í blöðunum hafði ekki birzt ein lína um undirbúning þessarar jarð- arfarar, né neitt í þá átt. En er ekið var burt aftur frá kirkjunni aftanverðri í öryggis- skyni, urðu herforingjarnir heldur en ekki skelkaðir við það, er fyrir augu þeirra bar: Þarna fyrir utan höfðu safnast saman yfir 500 Þjóðverjar. Og enn fleiri teygðu sig út um alla glugga í nágrenni kirkjunnar eða upp yfir girðingu þá, sem umlukti hallar- garðinn! Það var þó aðeins jarðarför Hohenzoll- anna, sem lokið var þennan dag, sökum þess að Hindenburg-fjölskyldan lét ekki sjá sig- Tveimur dögum síðar kom hún þó í ljós, og varð athöfnin öll greinilegt sýnis- horn prússneskrar siðvenju, regluföst og óbrotin. Oskar von Hindenburg, kona hans, tvær dætur og systir hans voru öll klædd skuggalegum sorgarbúningi, eins og væru foreldrar þeirra nýlátnir. Oskar hafnaði kurteislega bíl þeini, sem þeim stóð til boða af hálfu herstjórnarinnar, og lýsti því hátíð- lega yfir, áð í virðingarskyni við hin látnu ætlaði fjölskyldan að fara gangandi til kirkj- unnar. Og það gerðu þau sannarlega: Þau gengu í langri, einfaldri og hátíðlegri röð eftir troðfullum götum borgarinnar gegn- um þvera Marburg áleiðis til St. Elizabet- kirkjunnar. Þá voru liðnir nákvæmlega fimmtán mánuðir og fjórar vikur frá því, að líkkist- urnar fjórar fundust í saltnámunni. Skrítlur. Maður nokkur gekk fram lijá blindum betlara, sem sat með pjáturdós sína á hús- tröppum. Maðurinn henti pening í dósina, en hann fór utan hjá og valt niður eftir göt- unni ,en blindi maðurinn brá skjótt við og náði í peninginn. Maðurinn: „Nú, hvað er þetta? Ég hélt að þú værir blindur." Betlarinn: „Nei, það er hann vinur minn, sem er blindur, en ég er bara hérna fyrir hann meðan hann skrapp á bíó.“ „Hvað er það, sem nefnt er meðaltal?" spurði kennarinn einn drengjanna. „Það er eitthvað, sem hænurnar verpa í!“ svaraði drengurinn. „Hvaða bull er þetta,“ sagði kennarinn. „Nei, það er ekkert bull, því að í gær sagði pabbi minn, að hænan yrpi 200 eggj- um í meðaltal á ári hverju." Arni: „Hvernig líður þér á eftir fyllirí- inu í gær? Þú varst býsna kenndur." Bjarni: „O, mér líður ágætlega, en konan mín er nökkuð hás.“

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.