Sólöld - 30.09.1918, Blaðsíða 4

Sólöld - 30.09.1918, Blaðsíða 4
2 SÓLÖLD. Sagan af Brúnó og bláu skálinni pað var einu sinni lítil stúlka, sem hét Beta, Beta Brown hét hún fullu nafni. Hún átti heima, ásamt pabba sínum og mömmu og litlum bróður, sem Villi hét, í dálitlu brúnmáluðu húsi; og hún átti ósköp fallega bláa skál. Amma Betu hafði gefið henni skálina, þegar Beta var ungbarn. Skálin var langt aðkomin; hún hafði verið flutt yfir hafið. Beta fékk grautinn sinn í skálinni á morgnana, súpu um miðjan daginn og mjólk og brauð á kveld- in. Henni þótti fjarska vænt, um skálina vegna myndanna, sem voru á henni; myndiruar voru af hinu og öðru, húsum, trjám og fólki í fjarska, skrítnum búningum og með langar hárfléttur; þar voru bláar brýr yfir bláar ár og bláir fuglar flugu í loftinu. Af þessu getur maður ímyndað sér að skálin hafi verið falleg. Skálin átti ekki við disk- ana og bollana, sem mamma Betu átti, en Betu þótti grautur, súpa og mjólk svo iangtum betri úr skál- inni en nokkru öðru íláti að mamma hennar lofaði henni altaf að borða úr henni. Beta litla var venjulega mjög greiðvikin, en henni var ekki um það gefið að aðrir notuðu skál- Beta og Brúnó ina hennar; jafnvel ekki Villi litli, bróðir hennar, sem hún þó annars var mjög góð við og æfinlega fús að líta eftir, þó að leiksystur hennar bæðu hana að koma og leika séx*. Beta vildi ijá öðrum alt, sem liún átti nema skálina sína. Einn dag, þegar Beta var níu ára, en Villi þriggja, var hún með hann úti skamt frá læknum, sem rann á bak við húsið. Alt í einu sá hún tvo bláfugla fljúga framhjá inn í skóginn. Hana lang- aði til að sjá hvert þeir færu, því hún héit að þá mundi hún geta vitað hvar þeir bygðu hreiðrið sitt. Hún sagði Villa litla að sitja kyrrum á stórum flöt- um steini, sem þar var, og fara ekki nálægt læknum. Svo hljóp hún í burtu. Hún lijóst ekki við að verða nema drykklanga stund að clta fuglana; en þeir flugu og flugu, og hiúi elti þá og steingleymdi Villa litla, þangað til hún heyrði hann hljóða. Jtéít á 'eftir heyrði hixn Brúnó gelta og það var rétt eins og liljóðið Itærni fi*á læknum. Hún hljóp til baka eins hart og hún gat, en henni fattst hún aldrei ætla að komast til Villa. Loksins sá Jiún stóra steininn, en Villi var ekki á honum. Svo liljóp hún að Jæknum sem var bæði breiður og djúpur, því það liafði rignt nýlega. Og úti í miðjum læknum, þar sem hann var dýpstur, góðan spöl fyrir neðan stóra steininn, sá hún Brúnó á sundi; hann var að synda að bakkan- um með Villa litla og hélt lionum ui)]) úr vatninu með tönnunum. “Villi! Brúnó!” kallaði Beta; hún gat engu öðru orði upp komið. Svo greip hún Villa þegar Brúnó kom upp á bakkann með hann, og hljóp með hann heim. VilJi var farinn að skæla þegar hún kom heim með hann, sem var góðs viti. Iíann var í þykkri treyju sem Jiafði Jialdið honum á flóti, svo. að höf- uðið fór el<ki í kaf; og Brúnó Jiafði náð í hann áður en treyjan blotnaði til muna. Beta og mamma hennar færðu Villa úr öllum fötunum, böðuðu liann í heitu vatni, og' struku liann allan og létu Ixann drekka hitt seyði, svo að hann varð hress og kátur eftir dálitla stund. “En, ” sagði Beta hálf kjökrandi, “það var Brúnó, aumingja, trygga Brúnó, að þakka. ” Svo fór hún þegjandi inn í búr og kom aftur með bláu slcálina sína. “Mamma,” sagði Iiún, “eg ætla að gefa Brúnó skálina mína.” Eftir það lapti Brúnó mjólkina sína úr skál- inni, og Beta Iiafði meira gaman af að sjá hann gera það en hún hafði haft af að borða iir sltálinni sjálf. Einn dag kom kona úr borginni að heimsækja mömmu Betu. Hún sá Brúnó lepja úr skálinni. “Nei, hvernig stendur á þessu, að þið látið hundinn éta úr svona dýrri skál?” spurði hún for- viða. “pessi skál hefir kostað fimm dollara að minsta kosti. ’ ’ “Eg vissi ekki aö hún væri svo dýr, ” sagði Beta, “en það gerir ekkert, til. Hún væri ekki of góð handa Brúnó þó að hún hefði verið tíu sinnum dýrai’i,”

x

Sólöld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sólöld
https://timarit.is/publication/538

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.