Sólöld - 30.09.1918, Blaðsíða 8

Sólöld - 30.09.1918, Blaðsíða 8
6 SÓLÖLD. r UNGA MUSIN Eftir Jeffreys Taylor. 1 I holu hjá matskáp í eldhúsi inni var ærslafull smámús hjá mömmu sinni. par sælan og tryggan þær samastað áttu og sveitamýsnar þær öfunda máttu. Og lipur á fæti var litla músin og langaði að skoða stóru húsin, því hljóp hún eitt sinn úr liolu sinni og hentist um alt í náttkyrðinni. Svo slcoppaði hún iieim á harðaspretti sem hún væri’ að flýja undan ketti og sagði másandi: ‘ ‘ Mamma----ha! lia! ó, mamma, veiztu hvað ég hef — ha, ha! en þröngt er svo hér að við meiðum okkur. En eftir er samt það allra bezta, þar aldrei þarf nokkurn mat að bresta, ég sá að í lirúgum er þar ostur, sem öllum músum er hefðarkostur. Og lyktin var himnesk; hreint það sór ég; með liöfuðið inn í dyrnar fór ég, en mundi þá eftir mömmu að vana, og mér fanst ég verða að sækja hana. Eg tæplega held því tryði nokkur hvað trygt er fólkið og gott við okkur, og allar sögu?1 um svik og hrekki Ó, veiztu mamma, hvað frammi fann ég? —af fagnaðshita og gleði brann ég— í húsinu býr ei blekking nokltur, hvað blessað fólkið er gott við okkur! því það hefir iátið—látið smíða svo ljómandi fallegt hús og prýða, það fallegast er af öllum húsum og alveg mátulegt handa músum. í góifið hafa þeir vandað viðinn, en vír er í gafla og hliðar riðinn. Ilvað þar verður sælt að sofa og dreyma! Hvað sælt verður þar að eiga heima. Svo húsið er alt í öllu vandað að engir geta þar kettir grandað, þó ég væri þar hjá mömmu minni þar margir rúmuðust gestir inni. par fallegt er gat og vítt í veggnum— já vafalaust til að skríða í gegn um og þar eru eklci þrengsli nokkur, ég sannfærð er um þú meinar ekki.” Ó, heimskingi litli! ’ ’ mælti músin, ‘ ‘ þó mennirnir smíði falleg húsin við megum þeim aldrei, aldrei trúa, ” þeir olíkur svikular gildrur búa. j)eir gera ekkert í góðu skyni, þeir gera sig bara að fölskum vini; þeir dræpu okkur allar ef þeir mættu, þín altaf við þeirra snörum gættu. Og margra hafa þeir fjöri fargað, en fáum munu þeir hafa bjargað; ef einhver fór inn í húsin hjá þeim kom hann ei aftur um eilífð frá þeim. ” Ilún kennir glögt þessi gamla saga að gamla fólkið á alla daga það veganesti sem hyggni heitir og lilíf og skjól hinum ungu veitir. Sig'. Júl. Jóhaunesson.

x

Sólöld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sólöld
https://timarit.is/publication/538

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.