Sólöld - 30.09.1918, Blaðsíða 7

Sólöld - 30.09.1918, Blaðsíða 7
SÓLÖLD. 5 þjóðarfána. 1 þeim fána er prússneski örninn og eru litirnir svartir og hvítir að mestu leyti. þetta var liaft þannig vegna þess að Prússland var stærsta og mesta konungsríkið sem sameinaðist þýzka keisaradæminu og hefir svarti örninn verið þar merki Hohenzoll ættarinnar í fimm hundruð ár, en sú ætt er konunglega ættin á Prússlandi. Fáni Austurríkis og Ungverjalands er dæma- laust skrítinn; er hann með grænum bletti í horninu að neðan. Löndin hyggja tvær þjóðir en sami maður stjórnar báðum, hann er nefndur Austurríkis keisari en konungur U’ngverj'alands og græni blett- urinn táknar Ungverjaland sem er tiltölulega lítið í samanburði við Austurríki. Keisarafánihn á Rússlandi var tví höfðaður örn á gulum grunni. það er upphaflega komið frá Grikklandi. Ivan keisari III. kvæntist 1472, og gekk að eiga dóttur stjórnandans á Grikldandi; hann tók upp stjórnarmerki hennar. Aðrir rúss- neskir fánar eru t. d. St.. Andrews fáninn og St. fíeorge; er sagt að St. Andrews hafi fyrst komið með kristna trú til Rússlands. Frakkland hefir sömu liti og England—rauð- an, hvítan og bláan. Áður höfðu Frakkar fána er þeir kölluðu “fleur-de-lys,” en nú vita menn ekki hvað það hefir þýtt; sumir halda að það hafi verið lilja, aðrir að það hafi verið spjót, en enginn vcit það með vissu. þegar Napoleon varð keisari var tekið upp merki hans sem var örn. En þrílit.a flaggið sem þar er hú hefir verið haft í hundrað ár. I flaggi Spánar er löng saga. 1 því eru merki landa sem alls ekki lieyra lengur til Spáni. Spánn. var voldugt ríki í gamla daga. I flagginu þar er merki Austurríkis og nokkurs hluta Frakklands og Sikileyar, Portugals og Belgíu. öll þessi lönd heyrðu einu sinni til Spáni og ltir þeirra eða merki eru enn i flagginu. það flagg sem lengst hefir verið óbreytt er flagg Dana. Fyrir 700 árúm sýndist konunginum í Danmörku sem hann sæi krossmark á himni þegar hann var að berjast og taldi hann það sér sigur merki; enda vann hann sigur. Ilann tók upp krossinn sem merki í flagg sitt. þetta flagg er kallað “Danebrog,” eða flaggið liiminsenda. Eitt liinna nýjustu þjóðflagga er flaggið á ítálíu. þegar rómverska veldið molaðist í sundur skiftist það alt í smá ríki; réði páfinn yfir sumum en harð- stjórnandi konungar yfir öðrum. Maður sem hét Yict.or Emmanúel rak þessa harðstjóra alla af stóli með aðstoð manns sem hét Garibaldi, og sameinuðu þeir alla Italíu í eina þjóð. Hann var gerður að konungi og var þá samþykt sameiginlegt flagg fyrir þjóðina. Grikkland komst í gamla daga í hendur Tyrkja og var í þeirra liöndum í 500 ár. Árið 1830 fékk sú þjóð frelsi. Fyrsti óliáði koungur á Grikklandi var frá Bavaríu og tók þjóðin upp merki hans. Til Islands þó ytri farsæld förlög mín í faðmi sínum geymdi, og upp í hæstu sæti sín mig setti—ef þér ég gleymdi, þá ríkti eilíft eyðihjarn í instu veru minni, ]>ví drottinn gæti’ ei blessað barn sem brigðist móður sinni. Ég bið þess guð, er gaf mér þig að geyma í skauti sínu; ég bið að gæfan geri mig að góðu barni þínu. Ég bið að læri þjóðin þín að þekkja köllun sína. þig drottinn Ulessi, móðir mín og mikli framtíð þína. Sig. Júl. Jóhannesson. Óskir og athafnir Eftir Ednu Lehmann. Ef þú vilt að veröld batni vinur; ráð skal kenna þér; hafðu gát á gjörðum þínum, gerðu alt sem fagurt, er. Kasta allri eigingirni, önd að hefja þér er skylt. Skapað geturðu’ heima hjá þér himnaríki, ef þú vilt. Óskir þú að veröld verði vitrari; það ráð mit.t er að þú, vinur, viljir byrja vizku að afla sjálfum þér. Nota tímann, lærðu að lifa, lifðu til að nema rétt. þeim sem öðrum vizku veita verður sjálfum námið létt. Óskir þú að heimur hljóti hærri sælu, vinur minn, hluttekning og hlýju sýndu hvar sem liggur vegur þinn. Vinarorð af einni tungu oft er fjöldans leiðarsól, eins og tré af einum plöntuð' ótal sveitum veita skjól. Sig. Júl. Jóhannesson.

x

Sólöld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sólöld
https://timarit.is/publication/538

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.