Sólöld - 30.09.1918, Blaðsíða 6

Sólöld - 30.09.1918, Blaðsíða 6
4 SÓLÖLD. * .............................. SÓLÖLD (Barnablað Vcraldar) Gefin út af Voröld Publishing Co., Ltd. Kemur út tvisvar á mánuði. Kostar $1.00 um árið- Ritstjóri: Sig. Júl. Jóhannesson. Ráðsmaður: J. G. Hjaltalín. y... . 'j Flögg og merki þjóðanna Margir menn iiafa nafnspjald í vasa sínum til þess að afhenda þeim sem þeir þurfa að skifta við og kynna sig þeim. í gamla daga hefði það ekki verið hœgt, því þá kunni fólk ekki að lesa. Jafnvel heldra fóllc og það sem var kallað mentað kunni ekki að lesa nafnið sitt—það er auðvitað fjarska, fjarska langt síðan. ]>á urðu menn að hafa allskonar merki til þess að láta skilja sig alveg eins og nú eru Iröfð merki til þess að iáta lítil börn skilja áður en þau geta talað. þegar höfðingjar lögðu af stað í stríð í þá daga höfðu þeir merki til þess að þeir þektust og á ] eim merkjum hafði hver þeirra sitt sérstaka einkenni. Síðan tóku þjóðirnar upp merki til þess að þær þektust líka hver frá annari. Biblían talar um að Israeismenn hafi haft sitt sérstaka merki sem þjóð. lígyptalandsmenn höfðu allavega litar fjaðrir scm þeir röðuðu þannig að þær mynduðu blævæng (fan); þar voru málaðar á mynd- ir af guðum þeirra og helgum dýrum og merkin vorn borin á spjótsoddum þegar farið var í stríð. það var nauðsynlegt fyrir þjóðir að hafa þessi merki til þess að fylkingarnar þektu hverjav aðra, og berðust ekki við sína eiginn bandamenn. þegar Bngland varð fyrst voldugt liernaðar- land l>áru hermennirnir ýms merki þegar þeir fóru í stríð, eða mörg flögg. þá voru mörg stórmenni á Englandi sem hver hafði her út af fyrir sig, og hver sitt merki fyrir sínar deildir. En á döguin Rikharð- ar ljónshjarta, var tekið upp konunglegi fáninn sem gildir enn þann dag í dag. Ríkharður konungur hafði þrjú ljón í þjóðfán- anum, í og enn þá er til hið mikla innsigli lians sem kallagð er, með þremur ljónum. þegar tímar liðu og Englancls konungar hertóku önnur lönd og kvæntust konu frá öðrum löndum var nýjum merkjum bætt inn í flaggiö. Englendingar réðu lengi yfir Frakklandi; Englab.onungar kölluðu sig þá einnig konunga Frakklands, og þjóðfáni Eng- lancls bar í sér merki Frakklands þangað til árið 1801. 1 miðjum þjóðfána Englands var einnig merki Hannover. Flaggið hefir tekið mörgum breytingum þangað til það varð eins og það er nú. Nú er konunglegi fáninn skiftur í fjóra kafla, og eru þeir merki Stórbretlands og Irlands 1 fyrsta kaflanum eru þrjú ljónin brezku, er tákna England; í öðrum kaflanum er stríðsljón Skotlands, mjög reiðulegt; í þriðja kaflanum er liarpa Irlands og í fjóiða kaflanum er enska ljónið aftur. Wales hefir ekkert merki sem sérstakt land í fánanum, því það er aðeins partur af Englandi. Merki Irlands var í fánanum löngu áður en írland sameinaðist Englandi vegna þess að Englendingar höfðu hertekið írland; en það var ekki fyr en 1801 sem þau lönd gengu í frjálst samband. Skozka merkið var sett í konunglega finann þegar Jón VI. Skptakonungur varð Jón I. Engla- konungur. Konunglegi fáninn er í raun réttri merki konungsins; hann má aðeins lilakt.a þar sem koungurinn er og á nokkrum víggirtum sföðum. þegar Ameríku nýlendurnar lieyrðu til Bret- landi notuðu þær brezka flaggið . Eftir að þœr byrjuðu uppreistina höfðu þær ýms merki. Ein nýiendan hafði fyrir merki skellinöðru (rattle- snake) og á það var þetta skráð: “Stígið ekki ofan á mig!” Arið 1777 samþykti Bandaríkjaþingið þjóðari'lagg; var það með 13 röndum, sjö rauðum og sex hvítum með 13 hvítum stjörnum á bláum grunni; ;átti þetta að tákna að ríkin í sambandinu væru 13. Sumir halda að þetta hafi verið eftir líking af merki Washington ættarinnar; það var með hvítum og rauðum röndum. Sagt er að konan sem bjó til fyrsta Bandaríkja flaggið liafi heitið Betsy Ross og átt, lieima í Phila- delphia, og fyrsta skifti sem það var notað í orustu var 6. ágúst' 1777 í orustun*ni við Oriskany eða Stranawix vígið. þegar Vermont og Kentucky, fyrst.u nýju ríkin, voru tekin upp í sambandið var bæði röndum og stjörnum fjölgað upp í 15, en þcgar fleiri ríki komu sást, það að ekki yrði hægt að auka við einni rönd í hvert skifti sem ríki bættist við; þess vegna var röndum fækkað a.ftur niður í 13 til heiðurs við fyrstu ríkin sem mynduðu sambandið, en einni stjörnu hefir æfinlega verið bœtt við þegar nýtt ríki' gekk í sambandið. Síðan Arizona og Nýja Mexico sameinuðust hafa stjörnurnar verið 48; það er tala ríkjanna nú sem stendur. þangað til árið 1870 var þýzkaland skift í mörg lítil lionungdæmi, og smáríki, rétt eins og Noregur var í gamla daga. ]>að ár sameinuðust öll þessi smá ríki og var Prússa konungur gerður að keisara yfir þýzkalandi. þá urðu þjóðverjar að búa til

x

Sólöld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sólöld
https://timarit.is/publication/538

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.