Sólöld - 30.09.1918, Blaðsíða 5

Sólöld - 30.09.1918, Blaðsíða 5
SÓLÖLD. 3 “Nei, víst ekki!” sagði mamma hennar. Og þegar konan hafði heyrt alla söguna um það hvernig Brúnó bjargaði Yilla litla, var hún þeim alveg sammála. G. Ámason þýddi. Sagan af gulleplinu 1 goðafræði Rómverja er sagt frá því að ein af gyðjunum var svo ófriðsöm að hún var nefnd Sund- rung, og Jupíter konungur guðanna rak hana í burtu úr ríki sínu. Af þessu varð hún svo reið að hún hugsaði sér að hefna sín. Dýrðlegt brúðkaup fór fram á jörðunni; þar voru allar gyðjurnar staddar nema Sundrung. Ilún kastaði gullepli inn í veizlusalinn og þetta var ritað á eplið. “Til hinnar fegurstu.” Sundrung vissi að þetta hlaut að valda mikilli afbryðissemi. Allar gyðjurnar, hver um sig héldu því fram að þær væru fegurstar og ættu eplið. Loksins var það ákveðið að Júnó, Minerva og 'Venus væru fegurstar, en eplið var ekki nema eitt, og allir voru of hræddir og huglausir til þess að ákveða hver þeirra skyldi eignast. það. pá var það ákveðið að ungur hjarðmaður sem París hét skyldi skera úr þrætunni. pegar þessai' þrjár gyðjur vissu það reyndu þær allar að múta honum til þess að dæma sér í vil. Júnó bauð lionum konungdæmi; Minerva bauð honum sigur í stríði, og Venus lofaði að gefa honum fallegustu stúlkuna í veröldinni fyrir konu. París dæmdi þannig að Venus væri fegurst; sögðu sumir að það vri vegna þess að hún ætti bélti sem su náttúra fylgdi að sá sem það hefði um sig sýndist óviðjafnanlega fagur. Aðrir sögðu að það væri vegna þess að Venus lofaði að gefa París fall- egustu stúlkuna í veröldinni fyrir konu. París var sonur lconungsins og drotningarinnar í Trójuborg; þau höfðu rekið hann í burt þegar liann var barn en kölluðu hann nú heim aftur. París gleymdi aldrei loforði Venusar. ])egar liann var orðinn duglegur hermaður heyrði hann sagt frá fjarska fallegri konu sem hét Helena, og' liann hugs- aði með sér að það hlyti að vera konan sem Venus hafði lofað honum. París fékk sér því skip og menn og sigldi þang- að sem Ilelena átti heima. Iíann fann hana heima og- rændi henni og fór með hana lieim með sér til Tróju. Menelás hét maður Helenar. Hann var ekki heima, en þegar hann kom og frétti hvað skeð hafði fór hann að leita, hætti ekki fyr en liann kom til Tróju, barðist við París og vann sigur á honum og fór lteim með Helenu aftur. (pýtt úr Book of Knowledge). TIPPERARY Eftir Jack Judge og Harry Williams. petta kvæði var mikið sungið á fyrstu árum stríðsins. pað liefir verið þýtt á 12 tungumál: Inn í London Iri kom; það alheims mest er borg; þar gulli-lögð er gata hver, þar getur enga sorg. Menn og' konur sungi; söngva, sungu um “Strönd” og liöll unz Irann þreytir þeirra raus og þrumar: “ ITeyrið öll! Tafsöm leið er til Tipperary, tefur gangandi fót; Ilvað sem tefur, til Tipperary töfrar mig þó fegurst snót. Far vel, fagra “Strönd” mín, far vel aðalshöll. Hvað sem tefur mig, til Tipperary töfrast sál mín öll.” “Önnu sinni Irinn reit um ást á rauðleitt blað, og hana bað að herma sér ef hún ei fengi það: “Elskan, mín ef öfugt stafað eitthvað hlægir þig,” hann sagði, “pennann sjáðu þar í sök, en ekki mig.” Tafsöm leið er til Tipperary, tefur gangandi fót. Ilvað sem tefur, til Tipperary, töfrar mig þó fegurst snót. Far vel, fagra “Strönd” mín, far vel, aðals höll. Ilvað sem tefur mig, til Tipperary töfrast sál mín öll.” Fagurritað fagnaðs svar hann fékk á þessa leið: “Mangi vill ég verði sín og vinni konu eið. Ég verð kannske, ef kemurðu ekki; k'ona annars sveins. Af ást er ég að verða vitlaus, vona að þú sért eins.” Tafsöm leið er til Tipperary, tefur gangandi fót. Hvað sem tefur, til Tipperary töfrar mig þó fegurst snót. Far vel, fagra “Strönd” mín, far vel, aðals höll. Ilvað sem tefur mig, til Tipperary töfrast sál mín öll. Sig, Júl. Jóhannesson.

x

Sólöld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sólöld
https://timarit.is/publication/538

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.