Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Side 27

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Side 27
að mæta óvinunum við Artemision á Evböju, sannar þá athyglisverðu staðreynd, að tilskipunin var gefin út áður en hin mikla sjóorusta þar var háð. Til þess að öðlast sem bezt- an skilning á þessum mikilvægu upplýsingum þarf að rekja fram- sókn hins geysimikla hers og flota Xerxess. Aþeningar höfðu fyrst vakið á sér eftirtekt Persa, þegar þeir sendu málamyndaaðstoð yfir Egeahaf til grískra sjóborga á vesturströnd Litlu-Asíu, sem gert höfðu uppreisn gegn Persum. Þáttur Aþeninga í uppreisninni gaf Dareiosi föður Xer- xes átyllu til að undirbúa stríð og hernám grísku eyjanna og megin- landsins. Arið 490 f. Kr. sendi hann könnunarher sjóleiðis til Marabon á austurströnd Attíku. Aþenski her- inn réðist á Persa, þegar aðeins helmingur liðsins var genginn á land og vann frægan sigur. Xerxes erfði ekki aðeins Persa- ríkið eftir föður sinn, heldur einnig ákveðinn vilja til að refsa Aþening- um og leggja undir sig Grikkland. Honum var ljóst, að hann varð að senda stærri her en hægt var að flytja á skipum yfir Egeahaf. Undir- búningurinn tafðist vegna uppreisn- ar í Egyotalandi og tók hann því nokkur ár. Xerxes lét gera tvær flotabrýr yfir Hellusund, sem að- skilur Evrópu og Asíu, skipaskurð lét hann grafa geenum Athosskaga í Norðaustur-Grikklandi. en þar hafði persneskum flotaleiðangri áð- ur hlekkzt á í stormi, og mörgum birgðastöðvum kom hann upp með- fram leið hersins. Xerxes hélt sjálf- ur með her sínum frá Sardis í Litlu. Asíu í apríl árið 480 f. Kr. Hann var heilan mánuð (maí) að komast með herinn yfir Hellusund. Seint í júlí var hann í Þermu í Makedoníu, þar sem nokkur grísk borgríki ját- uðu honum hollustu. Kaflinn á nœstu síðu: Ur ritum sagnaritarans Herodóts, um Persastriðin, er inns\ot frá þýðanda, við greinina, til ýtarlegri sþýringar, en sjálf greinin heldur áfram á blað- siðu 15. Tilskipun Þemostokless er letruð á þessa skemmdu marmaraplötu, hún fannst 1959 í Troizen, sem er þorp á Pelopsskaga hinumegin við Saronsflóa frá Aþenu. Platan er um tvö fet á ihæð, fimmtíu þumlunga breið og þriggja þumlunga þykk. Hún er nú á þjóðminjasafninu í Aþenu. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 1 1

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.