Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Page 190

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Page 190
188 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ stopparanum; svo fór báturinn máski snögglega af stað, þegar hon- um var hnykkt til á skorðunum og bökum skipshafnarinnar, þá gat rykkurinn orðið gífurlega mikill, þegar strengdi á stopparastrengnum og hann hrokkið. Þessu lýsir Finn- bogi svo: „Báturinn rann þá með feikna hraða niður fjöruna. Mennirnir reyndu að forða sér frá honum til þess að lenda ekki undir honum er hann félli á síðuna. Dæmi vissi ég þess, að mönnum tækist að fylgja bátnum eftir og styðja hann réttan þar til hann lenti í grjóti með hælinn og stöðvaðist sjálfkrafa. En þetta var mjög hættulegt, þótt það tækist í fá- um tilfellum. Þegar svona atvik komu fyrir, var skorðumönnunum mest hætta búin, einkum ef þeir stóðu framan við skorðu og settu öxlina undir í ofansetning. Gátu þeir þá lent í milli báts og skorðu og ekki losað sig og urðu undir bátnum að meira eða minna leyti og limlestust. Þetta kom nokkrum sinnum fyrir.“ En þetta kemur ekki fyrir í okkar ofansetningi nú og við höldum áfram að fylgjast með stopparamanninum. Þegar pelarnir fóru að slitna, mynduðust djúpar skorur í þá, og vírnum hætti til að festast í þeim eða renna illa til í neðstu brögðunum. Þá var betra að losa um brögðin með gát, ef ekki átti að koma slinkur á bátinn, þegar losnaði um vírinn. Mikill rykkur á vírnum gat slitið hann, eins og lýst hefur verið, en minni háttar slinkur gat skekkt bát- inn og kastað honum á mennina, svo að þeir misstu vald á honum og hann félli á hliðina. Pað var einnig hætt við slysum af þessum orsökum. Stopparamaðurinn hafði hjá sér eina handlugt til lýsingar og var nú engin skjannabirta afhenni. Nokkur vandi gat verið að greina rétt skipan- ir formannsins neðan úr fjörunni, einkum þegar margir vóru að setja ofan í einu. Áríðandi var þá að greina þær rétt. Ef ekki var stoppað um leið og formaðurinn kallaði „stopp“, gat báturinn farið fram af hlunni og festst í grjótinu, og þá reynzt erfiðleikum bundið að ná honum aftur á hlunn í hælinn, jafn- vel formanninum, sem horfði á hina bátana renna niður við hliðina á sín- um. Þegar báturinn var kominn nið- ur úr mesta brattanum, fækkaði stopparamaðurinn brögðum og stóð klár að því að gefa snarlega upp, þegar formaðurinn kallaði, báturinn mátti alls ekki festast í fjöruborðinu um leið og hann átti að renna á flot. Sá, seni húkkaði stopparakróknum úr stefnislykkjunni, varð að fá snöggan slaka. Fyrir kom, að ekki tókst að húkka úr um leið og bátur- inn rann á flot, og þá dró hann með sér krókinn í sjó fram. Þetta gat kost- að að það þyrfti að brýna bátnum aftur. Listin að styðja var fólgin í því að halda bátnum í fullu jafnvægi. Kjör- dragið var 3^1 tommu járndrag og á því rambaði báturinn. Það var í raun hið tæknilega meginatriði í setningi allt að 9 tonna báta með þungum vélum, að halda bátnum í algeru jafnvægi á þessu mjóa kjöldragi. Ef þessum stóru og þungu bátum veitti nokkuð sem nam, þá réðist ekkert við þá. Það var hlutverk skorðu- mannanna að halda þeim í jafnvægi, ekki sízt þegar þeir vóru einir að styðja, eins og oftast í uppsetningi. Skorðurnar vóru að gildleika ámóta og girðingastaurar og slétt- heflaðar með járnskó á neðri enda, en krók á þeim efri, og lék hann í járnkeng eða auga, sem var í endan- um á flötu og aflöngu járni, sem bolt- að var í gegnum efstu súðarborðin, og náði augað rétt fyrir skammdekk- ið. Lengd skorðunnar réðst af hæð bátsins. Hún var það löng, að ca. 30 gráðu horn væri milli hennar og báts- síðunnar. Hún lá því jafnan á ská út frá bátnum. Skorðumaður stóð fyrir aftan skorðu í ofansetningi, en fyrir framan hana í hífingu, og hann varð- ist að setja öxlina undir skorðuna. Ef hann gerði það, átti hann á hættu að klemmast á milli skorðu og síðu, ef báturinn féll á hliðina. Hann lét því skorðuna liggja á upphandlegg og lagði framhandlegginn yfir hana og stóð þannig laus við hana. Með þessum hætti hafði hann gott vald á henni og gat gripið til með lausu hendinni, ef þurfti. Hann lét skorðuna jafnan vísa eilítið aftur- með í ofansetningi, en frammeð í hífingu, vísa í hreyfingarstefnuna. Ef honum fannst bátnum vera að veita það mikið á sig, að hann myndi ekki hafa krafta til að baka hann af sér, beitti hann skorðunni, lét hana járna við í stein. Þar sem þessum stóru bátum mátti svo lítið veita, til þess að mennirnir réðu ekki við þá, urðu skorðumenn- irnir að hafa, eiginlega í bakinu, mjög næmt skyn fyrir jafnvægi báts- ins. Þeir stóðu því laust við bátinn, rétt lögðu bakið að honum, þegar hann var alveg réttur, og fundu þannig betur, ef bátnum fór að veita á þá, og vóru þá viðbúnir að spyrna við fótum og beita afli sínu og skorð- unni, ef þeir réðu ekki við að rétta af sér með fótum og baki. Góðir stuðningsmenn notuðu skorðurnar sem minnst, einkum ef um samæfða menn var að ræða. Ovaningum og þeim sem hræddir vóru og taugaóstyrkir, hætti til, þegar þeim fannst báturinn vera að koma á sig, að beita skorðunum í ótíma, og „svína“ sem kallað var á mótstuðningsmanninn. Þar sem skorðan var lengri en nam hæðinni á bátnum, gat klaufaleg beiting skorð- unnar orðið til að kasta bátnum yfir á hinn manninn, þegar báturinn seig í skorðuna í ofansetningi eða hífðist framá hana í uppsetningi. Það hlaut að gerast svo, vegna þess að hún var látin vísa á ská í hreyfingarstefnuna. Þannig var hún alltaf til taks. Þegar báturinn hífðist eða seig, rétti skorð- an hann um leið og hún vísaði beint útaf síðunni, endi hennar varð þá að liggja hæfilega langt frá síðunni, annars þvingaði skorðan vegna lengdar sinnar, bátinn yfir lóðlínu (kastaði honum yfir). Finnbogi segir um stuðnings- mennina og þá fyrst og fremst skorðumennina, sem vóru stundum einir, svo sem í hífingunni: „Það lætur að líkum, að setning- arnir vóru slæmir fyrir bakið, eink- um mjóhrygg og lendar, því að þar hvfldi báturinn mest og þyngst á (menn notuðu nefnilega gjarnan fæt- urna fyrir skorður. Höf.) Oft vóru menn með marið og fleiðrað bak eft- ir setning. Vildu fáir til lengdar vera skorðu- og stuðningsmenn, því að á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.