Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Side 39

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1989, Side 39
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 37 uð og er þar einnig nokkuð um sjáv- arútveg. Charcot dó hetjudauða á skipi sínu í brimrótinu við Islands- strendur eftir langa æfi í þjónustu vís- inda sinna. Um miðja nítjándu öld fóru Frakk- ar að gera ýmsar tilraunir til þess að fá varanlega fótfestu hér á landi fyrir útgerð sína, en þeir höfðu siglt hing- að árum og öldum saman. A árunum um og eftir 1850 var talsverð ólga í Islendingum út af þessum málum. Frakkar lögðu þá áherslu á það að fá jarðnæði í Dýrafirði til fiskverkunar og útgerðar. Danskt blað, Fædre- landet, hafði þá einnig orð á því, að þeir væru að seilast eftir því að fá her- skipahöfn í Dýrafirði. Blaðið Norðri taldi þetta að vísu hlægilega grein, en ýmsum íslendingum stóð þó ótti af ásælni Frakka. Sumir töldu að för Napóleons prins hefði helst verið far- in til þess að koma Frökkum í mjúk- inn á íslandi vegna þessara mála. Höfuðstöðvar Frakka hér urðu á Austfjörðum, helst á Fáskrúðsfirði, og áttu þeir þar mannvirki, sjúkrahús o. fl. Þeir settust einnig að á Dýrafirði og komu víðar, t.d. talsvert til Reykjavíkur. Þegar fisksæld var í Faxaflóa, eltu þeir fiskinn inn á grunnmið. í bænum eru ýmsar menj- ar Frakka; frönsku húsin, franski spítalinn, Frakkastígur. Þeir höfðu mikil mök við landsmenn, versluðu einkum allmikið við þá og voru stundum nokkuð frekfara. Vestanlands og einkum austan mynduðust einkennileg blendings- mál, „Haukadalsfranska“ og „Fá- skrúðsfjarðarfranska“, sem útlend- ingar og landsmenn gátu gert sig skiljanlega á í einföldum daglegum viðskiptum. Jafnvel inn í daglegt tal íslendinga eystra smeygðu sér ein- staka frönsk áhrif. Þangað voru sigl- ingar mestar. Jón Ólafsson segir í kvæði, að þegar hann var í hjásetunni leit hann út á sjó og . . . eygði svo í einum svip fjörutíu franskar duggur fimmtán róðrarskip. Franski flotinn var nokkuð jafn þessi ár, nema ófriðarárin kringum 1870, þá fækkaði íslandsskipunum. Var sagt, að sum útgerðarfélögin hefðu þá sligast eða misst skip sín í stríðinu. Eftir stríðið fjölgaði skipun- um fljótlega aftur. 1881 er talað um 230 skip, og 1886 um 200 skip. Oft rýrnaði þessi floti tilfinnanlega í ís- landsferðum, skipin strönduðu, einkum á söndunum sunnanlands, eða týndust í hafi. í marsmánuði árið 1872 strönduðu sex franskar skútur í Austur-Skaftafellssýslu, og fórust 58 menn. Þá strandaði skip á Suðurnesj- um árið 1876. Pierre Loti hefur lýst hug og lífi þessara frönsku fiski- manna og fjölskyldna þeirra í sög- unni „A íslandsmiðum“, sem Páll Sveinsson þýddi. í sumum íslenskum kirkjugörðum sjást enn einmanaleg- ar grafir eða óhirtar, þar sem þessir frönsku strandmenn hvíla. Um þá orti Guðmundur Guðmundsson er hann gekk um kirkjugarðinn í Reykjavík: Ótal þar er að líta einfalda krossa úr trje. Letrað er á þá alla aðeins: Marin fran^ais. Þetta var sami skatturinn, sem ís- lenskir sjómenn þurftu einnig að gjalda: slys og manntjón við að erja hafið og afla í búið. Frakkar voru oftast slyngir afla- menn. 1871 segir, að þeir öfluðu í minna lagi og þó betur en íslending- ar. 1874 öfluðu þeir allvel, en þóttu spilla veiði íslendinga og eins ensku skipin, sem þá voru einnig mörg fyrir Austfjörðum. 1876 öfluðu Frakkar vel. 1885 er sagt, að þeir höfðu mok- afla. Á árunum frá 1896 og til alda- móta fengu þeir 10 til 12 miljón kíló til jafnaðar á ári. Verðmæti þess afla var talið 5 til 6 miljónir franka árlega. Frakkar gerðu einnig mikið út til Verslað með útbúnað til íslandsveiða.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.