Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Page 35

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Page 35
nýju og var á ýmsum bátum. Ég réðst Ríkisskip á gömlu Esju 1960-1964 °g leysti þar af sem bátsmaður. Þá tók v'ð fimm ára tímabil sem ég vann í landi en 1969 réði ég mig enn til Eimskip. Loks þá má segja að tekið Eafi að gróa um mig, því hjá Eimskip yar ég allt til ársins 1992 - eða í 23 ár °g um helming þessa tíma var ég bátsmaður um borð í skipunum. Þar ^aeð hef ég víst rakið fyrir þér sjó- ferðasöguna í mjög stórum dráttum.“ I sjóhemaði á Maríu Júlíu »Eins og ég sagði var það árið 1958 að eg gerðist háseti á Maríu Júlíu, en landhelgin var færð út í 12 mílur þann É september þá um haustið. Skipstjóri a Maríu Júlíu var þá Lárus Eorsteinsson, og hann var nú enginn aukvisi, get ég sagt þér. í minningunni Var þetta feikna skemmtilegur tími, enda menn ungir og frískir. Við vorum mest í þokunni fyrir aust- an og þetta var stöðugur fautaslagur Ejá okkur á Maríu Júlíu. Eiríkur Kristófersson var þá vanalega víðsfjarri a Þór og átti mikið friðsælli daga. Við a Maríu Júlíu tókum fyrsta togarann, en hann var Northern Foam. Við Eefðum getað farið með hann þegar í stað inn til Norðfjarðar hefði ekki skeyti komið frá Eiríki um að við skyldum bíða. Varð það til þess að við Eiðum í eina átta klukkutíma þar til ^dr kom og með honum breskt her- sk'p. Fóru þá menn af Þór og Maríu Júlíu um borð í togarann - en í sama E'li komu herskipsmenn og tóku þá til fanga. (Þeim var seinna skotið í land á hjörgunarbáti við Reykjanes eins og frægt varð). En þegar þarna var komið sögu fórum v'ð að öðrum togara - en þegar við °mum upp að honum ráku þeir Rrnkarl út um lensportið. Járnkarlinn §ekk inn f skrokkinn á Maríu Júlíu, Sern var tréskip, og vorum við þar með asttr við togarann! Mér ásamt stýri- manninum var skipað að hlaupa um borð í togarann, en þar tók þrjátíu manna áhöfn hans á móti okkur með höggum og barsmíðum og var ég sleginn með róp í andlitið, svo ekki var um annað að gera en hörfa. Karlarnir á togaranum voru allir augafullir og létu eins og vitfirringar. Einn þeirra leysti niður um sig, settist á borð- stokkinn hjá okkur og skeit á þilfarið! En harður karl var Lárus Þorsteinsson og ég held að sú hafi verið ástæða þess að hann var látinn fara frá Gæslunni. Eitt sinn komum við upp að togara og Lárus stóð í brúnni við opinn glugga. Karlarnir á togaranum gripu spúlinn og sprautuðu beint framan í hann og ætluðu víst að hafa gaman af við- brögðum hans. En Lárus hreyfði sig ekki úr glugganum hvernig sem þeir sprautuðu - og loks gáfust þeir upp. Þetta var honum líkt. Við höfðum að venju að sigla upp að togurunum og kalla til þeirra í gjallar- horn að þeir væru innan íslenskrar landhelgi. Um þær mundir var stýri- maður hjá okkur maður sem kallaður var „Gvendur Kína“ (ég veit ekki af hverju). Eitt sinn komum við að tog- ara og köllum yfir til hans þessa vanalegu tilkynningu og kom skip- stjórinn í svip fram f brúargluggann. Greip þá Gvendur gjallarhornið og orgaði: „Talaðu við okkur íslensku, helv... fíflið þitt!“ Fiafði hann þá þekkt skipstjórann sem var Islendingur. Urðu viðbrögð þessa íslenska skip- stjóra þau að hann baðst afsökunar, kvaðst aðeins hafa orðið að hlýða skipunum - og sigldi út úr landhelg- inni með það sama. Harka Lárusar gerði það að verkum að bresku togaraskipstjórarnir voru afar hræddir við okkur og gerðust mjög taugaveiklaðir. Kom fyrir þegar við lágum í þoku inni á Loðmundarfirði að við heyrðum tog- arana kalla í herskipin og biðja um hjálp - því María Júlía væri að koma! Já, þetta voru skemmtilegir tímar." í 17 ár á sömu „rútunni" „Ég gat þess í upptalningunni hér að ofan að ég var samfellt í 23 ár hjá Eimskip (en 25 ár alls) og á svo löngum tíma fór ekki hjá að ég kynnt- ist mörgum af skipum félagsins. Fyrst lá leiðin á Fjallfoss og þá á Gljáfoss, Dettifoss, Álafoss, Laxfoss og Selfoss. Síðasta plássið mitt hjá Eimskip var svo um borð í nýja Laxfossi, en ég var í áhöfninni sem sótti hann til Júgóslavíu, þótt hann væri smíðaður á Ítalíu. Þótt yfirleitt væru það indælis- drengir sem ég sigldi með þá kunni ég best við mig á nýja Laxfossi: Þar voru úrvalsmenn í hverju rúmi. Við vorum dálítið öfundaðir sem vorum um borð í Laxfossi, því bæði var skipið glæsilegt og „rúturnar“ þægilegar - aðeins hálfur mánuður - en við sigldum mest til Englands, Belgíu, Þýskalands og Hollands. Ég var annars svo lánsamur að vera á þessari „rútu“ í 17 ár og vorum við kallaðir „gulldrengirnir“ af félögum okkar í Eimskipafélags- flotanum. Mér féll farmennskan vel, því alltaf var eitthvað að gerast og ef ég á að rifja upp eitthvað sem mér er minnis- stæðara en annað vefst mér tunga um tönn. Það er af svo mörgu að taka - bæði ánægjulegu og stundum rauna- legu.“ Tveir sorgaratburðir „En eins og gengur situr þó sumt fast- ar í manni en annað og þá einkum það raunalega. Ég mun nú nefna tvö slík dæmi: Eitt sinn lést maður með sviplegum hætti um borð hjá okkur á Laxfossi og það atvik hefur alltaf leitað á mig. Þetta gerðist með þeim hætti að við vorum að koma í höfn og biðum eftir lósinum, en á skipinu var vökva- drifin hurð sem lósinum var hleypt inn um. Ungur maður, sem var í sinni fyrstu ferð, var sendur til að taka á móti honum. Ég hafði farið með honum um skipið í upphafi ferðar- ^ÖMannadagsblaðið 35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.