Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Side 114

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Side 114
Ragnar Kristjánsson vélstjóri skýrði fyrir okkur aðstœður í vélarrúmi bátsins. I efri brúnni standa þeir hér talið frá vin- stri: Sigurður Guðjónsson, Ragnar Kristjánsson og Arni Sigurpálsson. öllum helstu siglingatækjum, þar á meðal GBS-staðsetningartæki, og hægt er að sjósetja hann og taka um borð í talsvert vondu veðri. Báturinn heitir „Siggi Guðjóns“ og er skírður í höfuðið á félaga okkar sem hér er staddur - Sigurði Guðjónssyni. Hann var formaður Sigurvonar í 25 ár, eða frá 1966-1991. Við af honum tók Sigtryggur Pálsson, en nú er sonur Sigurðar, Guðjón Ingi, formaður sveitarinnar.“ Örugg þjálfun áhafnar „Frá byrjun hefur mikið verið lagt upp úr þjálfun áhafnarinnar, sem vissulega bjó þó yfir mjög mikilli reynslu eftir veruna á Sæbjörginni. Þegar báturinn kom fyrst komu hingað tveir Þjóðverjar, skipstjóri og vélstjóri, og héldu þeir námskeið í öllu því sem snertir bátinn og búnað hans. Þá hafa menn héðan verið sendir til Stonehaven og Isle of Wight í Bretlandi þar sem þeir voru þjálfaðir í meðferð björgunarbáta hjá Breska björgunarfélaginu. Við höldum og reglulegar æfmgar og tökum nýliða með okkur í túra sem aukamenn og kennum þeim handbrögðin. Þannig teljum við að þeir fái bestu æfinguna. Þjálfunin verður til þess að mann- skapurinn er mjög fljótur að bregðast við. 1 tvö skipti í röð liðu til dæmis ekki nema fimmtán mínútur frá því er kalltækið pípti á okkur heima þar til við vorum komnir af stað frá bryggju. Við reynum að vera ávallt fimm í áhöfn, en sex menn eru með kalltæki svo alltaf er einn upp á að hlaupa. Sé um sjúkraflutninga að ræða kemur sjúkraliði með að auki. Héðan frá Sigurvon í Sandgerði hafa menn farið til ýmissa staða úti um land á vegum SVFI og þjálfað félaga í öðrum sveitum í meðferð björgunar- báta. Hefur Sveinn Einarsson stýri- maður okkar farið flestar slíkar ferðir ásamt Guðmundi Ólafssyni. Teljum við að nú sé hér um borð það þjálfaður mannskapur að honum megi treysta við hvaða aðstæður sem er, enda verður svo að vera.“ Reiðubúnir að fara út meðan fært er út úr innsiglingunni „Varla þarf að taka fram að Hannes Þ. Hafstein er óskaplega mikil framför frá gamla bátnum, því nú treystum við okkur út í hvaða veður sem er - svo lengi sem fært er út úr innsiglingunni hér. Báturinn fór í 30 útköll árið 1993, 27 útköll árið 1994 og á þessu ári hafa komið 7 útköll þegar þetta er talað. Utköllin eru af mjög ólíku tagi - þjónusta við skip, dráttur í land og köfun til þess að skera úr skrúfu. Þannig má segja að þetta séu björgun- ar- og þjónustuferðir, en við höfum 114 Hér liggur báturinn við bryggjuna sem sérstaklega var byggð fyrir hann og senn mun verða stœkkuð. Hún mun notast ýmsum minni bátum einnig. (Ljósrn. Sjómannadagsbl./AM) dregið allt frá minnstu trillum upp 1 stærstu loðnuskip flotans, svo sem Sigurð VE. Hann hafði fengið nótina í skrúfuna og þar sem ekki var hægt að kafa vegna veðurs drógum við hann suður fyrir Reykjanes. Eitt sinn vorum við kallaðir út vegna flugvélar sem var að verða eldsneytislaus, og þá má geta um að í október sl. björguðum við báti sem leki haíði komist að. Við dældum úr honum og drógum hann til Hafnarfjarðar, en hér eru fyrir hendi dælur sem flytja má um borð í skip- Enn höfum við brunaslöngur og brunadælur, en á þann búnað hefur ekki reynt fram til þessa.“ Fyrsta ferðin alvarlegs eðlis „Blessunarlega höfum við verið svo heppnir að eina mjög alvarlega útkallið var fyrsta ferð bátsins. Þetta gerðist þann 28. apríl 1993 eða aðeins 25 dögum eftir að við fengum skipið- Þar var um að ræða Sæberg AK sem fórst hér úti á Faxaflóa. Þrír af fimm manna áhöfn komust í gúmmíbát og fann Freyja GK hann og bjargaði mönnunum. Við vorum kallaðir ut ldukkan 01.20 um nóttina og vorum komnir á slysstað um klukkan 03-00- Þar leituðum við ásamt fleiri skipum fram til hádegis, en þvf miður fundust þeir rveir sem saknað var ekki. Þess skal þó getið að við höfum fengið nokkur útköll sem talin voru alvarleg 1 SJÓMANNADAGSBLAglE
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.