Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Side 33

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Side 33
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 33 Fór níu ára í fyrsta hrefnuleiðangurinn Rætt við Kristján Þorláksson hvalaskyttu um æskuárin, hrefnuveiðar og fleira Þeir eru ekki margir landar okkar sem með sanni geta sagt að þeir séu bornir og barnfæddir veiðimenn í víðasta skilningi. En einn þeirra fáu er Kristján Þorláksson hvalveiðiskipstjóri og skytta, en hann er nú 87 ára að aldri. Hann hefur stundað refaveiðar, selveiðar, fuglaveiðar, fiskveiðar, hrefnuveiðar og stórhvalaveiðar alla starfsævi sína frá bersku- árum. Nærri má geta að slíkur maður hefur frá mörgu að segja og Sjó- mannadagsblaðið falaðist eftir viðtali við hann og varð hann vel við því. Þegar við komum á hið smekklega heimili hans og Ingibjargar konu hans í Hafnarfirði var eitt það fyrsta sem við rákum augun í forkunnarfallega útskornir gripir — allir úr náhvalstönn, sem er eitt harðasta smíðaefni sem um getur. Þarna eru smástyttur af hvölum og meira að segja hvalveiði- byssa með skutlum og öllu tilheyrandi og nákvæmnin í útskurðinum er að- dáanleg. Þessa gripi skar Kristján út síðustu starfsár sín þegar hann var hættur skipstjórn og vann í ketilhúsi Hvals hf., en hjá Hval hf. starfaði hann í 39 ár. Kristján er fæddur og uppalinn í Súðavík og við spyrjum fyrst um ætt hans og uppruna og svo bernskuárin. „Ég er fæddur að Neðri-Saurum í Súðavík við Álftafjörðvestra þann 19. júní 1909,“ segir Kristján. „For- eldrar mínir voru þau Þorlákur Hinrik Guðmundsson fæddur 1877 og dáinn 1950 og Marsibil Þorsteins- dóttir fædd 1874 og dáin 1921. Við vorum fjögur, systkinin. Elst okkar var Guðmundur, sem fæddur var alda- mótaárið og dó aðeins tvítugur, þá var Margrét sem fædd var 1902 og lést fyrir fjórum árum. Þá kom Karl fædd- ur 1906 og svo ég. Húsakynni að Saurum voru ekki rúmgóð en ágæt þó. Þetta var lítið timburhús sem faðir minn byggði 1904 og ég giska á að það hafi verið 40-50 fermetrar að flatarmáli. Húsið var portbyggt og upp á loftið lá stigi og ég giska á að þar hafi ekki verið nema um tvær álnir til lofts, en þetta lét fólk sér nægja. í húsinu var alveg sérstaklega góður viður, en hann fékk pabbi í hvalstöðinni á Dvergasteini, úrvalsvið frá Noregi. Þarna hefur hann notið þess að hann vann talsvert hjá þeim í hvalstöðinni. Fyrir einum fimm árum var húsið, en það stendur enn, leigt manni nokkrum. Víða þurfti þá að endurnýja en þegar kom að þessum norska viði í neðri gaflinum þá var viðurinn enn svo góður að Kristján Þorláksson: „Það var tign- arlegt að sjá stærstu skepnu jarðar- innar gera slíkar kúnstir. “ (Ljósm. Sjómannadbl. AM) hann var sem nýr. Sjálfsagt hefur það haft sitt að segja að þegar pabbi reisti húsið þá bræddi hann sellýsi og bar á viðinn sem drakk lýsið heitt í sig. Betri fúavörn er ég ekki viss um að sé enn að fá. Hamingjusöm bernskuár Það var gott líf að vera barn og unglingur í Álftafirði þegar ég var að alast þar upp, en íbúarnir voru þar líkt og nú eitthvað á þriðja hundrað manns. Vitanlega þekktust ekki mikil þægindi þar fremur en annars staðar hér á landi á þeim tíma. Aura sá mað- ur ákaflega sjaldan en í Súðavík voru þó tvær verslanir þar sem ýmislegt sælgæti, einkum brjóstsykur, fékkst til þess að bæta sér í munni. Þetta voru verslun Ásgeirs Ingimars Ás- geirssonar í Tröð og verslun Jóns Guðmundssonar í Eyrardal. Ásgeir rak líka bakarí. Þar vann gamall bak- ari sem Guðmundur Guðbrandsson hét. Hann var barngóður og oft stakk hann að manni svonefndum „einseyr- ingskökum,“ sem eins og nafnið bendir til kostuðu einseyring. Jón í Eyrardal var líka með verslun, eins og ég sagði, og hann var með feikilega góða vöru. Allar sínar vörur mun hann hafa keypt frá Danmörku, en þar var hann á verslunarskóla. Verslunar- húsið mun hafa verið sjö til átta metra langt og inni af því var sjálf búðin. Þá gerði hann út og keypti fisk, ekki síst af Færeyingum en líka Islendingum. Þá reru bátar á hans vegum. Hann var orðinn gamall maður þegar ég man eftir honum, þrekinn og nokkuð álút- ur og með alskegg. Það orð fór af honum að hvert hans orð stæði eins og stafur á bók, en þurr var hann nokkuð á manninn í daglegu viðmóti og ekki var honum vel við heimsókn- ir okkar krakkanna í búðina. Aðalfæða manna þarna var sem skilja gefur einkum fiskur. En á mínu heimili, þar sem við pabbi vorum veiðimenn, var úr fleiru að velja. Við skutum mikið af fugli sem einkum kom inn á fjörðinn á haustin og voru þá oft margir bátar að fuglaskyttiríi úti á firðinum. Ekki áttu allir byssu og þá kom fyrir að menn mynduðu með sér félagsskap um sömu byssuna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.