Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Page 39

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Page 39
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 39 Pabbi var alltaf skyttan og fyrstu hrefnuna sem ég skaut sjálfur skaut ég loks 1950. Það var snemma um vorið, áður en ég fór suður á hvalvertíðina. Ástæðan var sú að pabbi var þá orð- inn veikur og treysti sér ekki með í þessa ferð. Við Kalli bróðir minn fór- um því tveir saman og fengum hrefn- una strax við Kambsnesið. Pabbi heyrði skotið og sá til okkar og kom til móts við okkur á trillunni okkar, sem Kópur hét, og við áttum mjög lengi. En þrátt fyrir veikindi sín átti pabbi samt eftir að skjóta níu hrefnur þetta sumar, þá síðustu í september. Hann lést skömmu seinna þetta haust, 1950. Stærsta skepna jarðarinnar bregður á leik Annars sá ég allar tegundir hvala á Djúpinu. Tvisvar sinnum kom fyrir að bláhvalur var í firðinum að sumri til, í rúman mánuð í hvort skipti. Stundum fór hann alveg inn í fjarðarbotn. Eitt sinn sá ég hann koma stökkvandi út fjörðinn á ofsahraða. í sumum stökk- unum lyfti hann sér eina tvo til þrjá metra yfir sjávarflötinn og kom svo niður á hliðina. Það voru nú meiri boðaföllin! Það var tignarlegt að sjá stærstu skepnu jarðarinnar leika slíkar kúnstir. Stundum kom hann nær alveg upp að landinu og blés mikið. Eitt sinn var hann nærri því búinn að láta tvær gamlar konur í þorpinu fá hjarta- áfall: Gatan í þorpinu lá alveg niðri með fjörunni. Þetta var í byrjaðan maí og dálítið húmað á kvöldin. Hvalur- inn var þarna alveg við landið — svona þrjátíu metra burtu — og blés. Konurnar urðu logandi hræddar og tóku á sprett heim til sín. Grenjaskyttan Já, þannig má segja að ég sé fædd- ur og upp alinn við veiðimennsku og stundaði hana alla ævina að heita má, enda varð þetta ólæknandi ástríða. Og alltaf var maður öðru hvoru með byssuna við vangann. Við feðgar skutum líka þó nokkuð af tófu á vetr- um og á vorin og lágum á grenjum. Fyrstu tófuna hef þó líklega ekki skot- ið fyrr en ég var orðinn sextán ára. Stundum lágum við á grenjum svo dögum skipti í hörkugaddi á vetrum. Það var alveg sérstakt ævintýri. Við klæddum okkur í þykka gæruskinns- poka og oft vorum við nestislitlir. Þegar tunglskin var og gott veður var alveg dásamlegt að liggja svona úti. Kyrrðin var svo mikil. Maður hafði þetta fyrir atvinnu um tíma, því það fékkst mikið fyrir skinnin. Yrðling- amir voru seldir lifandi. Maður fékk þúsund krónur fyrir „tríófð“ en það voru tvær læður og einn steggur. En fyrstu byssurnar voru ekki góð- ar, þetta voru norskir hlunkar, Hag- ens-byssur og lásinn byrgði manni oft sýn þegar miðað var í slæmu skyggni og þær gáfu talsvert högg ef mikið var látið ofan í þær. En svo fengum við betri byssur, sumar tvíheyptar, sem Gunnar Juul á Isafirði útvegaði pabba, en þeir voru miklir vinir. Framhlaðninga notuðum við aldrei, en ég man eftir karli, Magnúsi Einars- syni, sem bjó í koti undir Kambsnes- inu. Hann átti sér framhlaðning og það komu ógurlegir hvellir þegar hann skaut af þessu, svo söng undir í klettunum. Þegar ég var að lóna um fjörðinn á skektunni kom ég oft við hjá honum og þáði kaffi hjá honum og konu hans sem Ingveldur hét. Eg fór oftast á sjó á morgnana og reri þá út að Kambsnestá því þar fékk ég gjarna skarf, en hélt svo með landinu inn undir Kleifapall inni í fjarðarbotnnum og að Seljalandi og gáði að sel sem þar lá oft. Þetta var löng leið að róa og oft var ég ekki kominn heim fyrr en Hvalur og ankeri sem Kristján skar út úr náhvalstönn. (Ljósm. Sjómdbl. AM)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.