Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Side 42

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Side 42
42 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ na. En hann er misjafnlega gæfur þeg- ar verið er að jaga hann. Hvalur sem ekki er búið að skjóta á eða styggja neitt er yfirleitt spakur. Það er oft hægt að keyra alveg að slíkum hvöl- um. En hvalur sem búið er að kvekk- ja getur verið erfiður. Þótt hann sé jagaður í fleiri klukkutíma fæst kannski aldrei færi á honum. Hvalir eru alveg sérstaklega næmir á hljóð. Þeir heyra skrúfuhljóðið frá bátunum langar leiðir. Mér virtist það fara eftir tegundum hve næmir hvalir voru á hljóð, en kannski var það vitleysa í mér. Mér virtist búrhvalurinn vera næmari á hljóð heldur en hinir. Búr- hvalinn þurfti að sækja langt út, oft norður undir Dhornbanka. Þegar hann kemur úr djúpkafi liggur hann hreyf- ingarlaus með bakið upp úr sjónum og blæs, og hann getur legið þannig ileiri mínútur í senn. Ég varð oft var við það að þegar við keyrðum að hval sem lá svona í sjónum að þegar við áttum eftir þó nokkuð langt að hon- um, kannski hálfa mílu eða meira, þá lagðist hann á hliðina og reisti bægslið upp. Þannig lá hann dálitla stund á hliðinni, eins og hann væri að hlusta og stakk sér svo. Þeir hvalir voru vanalega tapaðir. En langreyður- in og steypireyðurin geta verið svo spakar að þær komi alveg að bátnum. Þetta fer mikið eftir ætinu. Þegar hvalurinn er saddur er hann rólegri. Sérstaklega er hrefnan spök. Einu sinni fór ég að gá að hrefnu út á Djúp. Það var alveg stillilogn og ég var á smátrillu. Ég keyrði alltaf dálítinn spotta í einu, en stöðvaði svo vélina og fór að hlusta. Maður heyrir í þeim svo langt að þegar þær blása. Síðan heyrði ég hrefnublástur og keyrði í átt að hljóðinu og sá þá tvær hrefnur. Þær komu undireins að trillunni hjá mér. Þær syntu undir bátinn og í hringi í kringum hann. Önnur var alveg sér- lega spök. Hún lagðist undir bátinn. Ég var með stjaka í bátnum og tók nú stjakann og fór að skrapa á henni hrygginn. Hún var grafkyrr á meðan. Kannski hefur henni þótt gott að láta klóra sér..? Já, en mér leist nú ekki nema sæmilega á þetta. Ég sat þarna á þóttunni og hún kom alveg upp að bátnum. Rak trýnið beint upp í loft og ég rétti höndina út fyrir borðstokkinn og tók um snoppuna á henni. Þá vatt hún upp á sig og stakk sér fram með bátnum. Engin takmörk í fyrstu Fyrstu vertíðina sem ég var á hval- veiðum voru engin tímamörk né tak- markanir á veiðinni. Oft kom það fyr- ir að hvalbátarnir komu inn með fjóra eða fimm hvali. En þá tók ferðin oft of langan tíma og stundum var hval- urinn orðinn stórskemmdur þegar komið var með hann í land. En svo var þessu breytt. Það voru sett tíma- mörk á veiðarnar og við máttum að- eins vera 30 tíma úti í senn og veið- arnar voru takmarkaðar. Það mátti til dæmis ekki skjóta undirmálshvali. Langreyðurin varð að ná fimmtíu fet- um og sandreyðurin og búrhvalurinn þrjátíu og fimm fetum. Síðan hefur þetta lánast ágætlega og fengist góð vara. Nei, það var ekki erfitt að sjá hvort um undirmálshval var að ræða eða ekki. Þegar menn fara að venjast þessu sjá þeir nokkurn veginn stærð- ina á hvalnum þegar hann er að kafa. Verra getur verið með mjólkurkýrnar. Séu þær einar að svamla og kálfurinn ekki með þeim, glaptist inaður ein- staka sinnum til þess að skjóta þær. Slíkt var ákaflega óvinsælt hjá áhöfn- inni. Engin greiðsla fékkst fyrir undir- málshvali og mjólkurkýr, auk þess sem ekki var mannúðlegt að skjóta kýrnar. Dvöl mín var löng hjá Hval hf. En ég minnist hennar með ánægju og sér- staklega er mér ríkt í huga hve góðu fólki ég kynntist hjá fyrirtækinu og hve allur rekstur var þar til fyrirmynd- ar. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka öllum samverkamönnum mínurn viðkynninguna.” Hér látum við þessu fróðlega spjalli við Kristján Þorláksson lokið og þökkurn honum frásögnina. Hann býr nú að Alfaskeiði 72 í Hafnarfirði ásamt konu sinni Ingibjörgu Sigur- geirsdóttur. Eftir að hann hætti sem hvalveiðiskipstjóri var hann í eitt ár fyrir vestan á skaki og við hrefnuveið- ar, en næstu ellefu árin þar á eftir ann- aðist hann kyndingu í keltilhúsinu hjá Hval, byrjaði þar 1967. Alls var Krist- ján Þorláksson því búinn að vera 39 ár hjá Hval þegar hann hætti árið 1989, þá orðinn sjötugur — og hvalveiði- bann komið til sögunnar. Þau Ingibjörg giftust árið 1960, sem áður segir. Ingibjörg á eina dótt- ur, Súsönnu, sem gift er í Reykjavík. Súsanna á eina dóttur sem á þrjú börn og þótt Kristján hafi aldrei orðið faðir né afi, þá hefur hann orðið langafi, því barnabörn Ingibjargar eru mjög hænd að honum og kalla hann því langafa. Hver sem kynnist þessum hægláta og alúðlega manni þarf held- ur ekki að láta sig undra þótt ungvið- ið hænist að honum. AM C^emÆlccm ál/um óm&rwvwm a AáttAcAc/e^L ýiecmui OLÍUFÉLAGIÐ HF.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.