Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Page 55

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Page 55
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 55 SJOSLYS OG DRUKKNANIR 17-18 júní 1996 - 9. mars 1997 17-18 júní 1996 Mánudagskvöldið 17. júní eða að morgni þess 18. júní féll Erlingur Guðmundson útbyrðis af Gylli BA- 214, 5 tn. trillu frá Tálknafirði, þegar báturinn var staddur vest- norðvestur af Tálkna. Erlingur var einn á bátnum og tilkynnti sig síðast til Tilkynninga- skyldunnar á tíunda tímanum á mánu- dagskvöld. Þegar hann tilkynnti sig ekki morguninn eftir hófst skjótlega leit og leituðu björgunarsveitir frá Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri, Flat- eyri og í Mýrdalshreppi, bæði á sjó og á fjörum. Fannst báturinn mannlaus í mynni Dýrafjarðar kl. 23.00 á þriðju- dagskvöld, og var hann dreginn til hafnar á Þingeyri. 70 björgunarmenn gengu fjörur næstu daga, en Erlingur heitinn hefur ekki fundist. Erlingur var fæddur þann 26.4. 1940 og var til heimilis að Löngumýri 22-b í Garðabæ. Hann var orðinn ekk- ill fyrir skömmu og lætur eftir sig tvo uppkomna syni, Theódór og Guð- mund. 25. júlí 1996 Tveir menn af sex manna áhöfn fórust þann 25. júlí 1996 þegar mótor- báturinn Æsa IS-87, sem var 145 br.lesta bátur frá Flateyri, sökk, en Æsa var þá að skelfiskveiðum á Arn- arfirði í besta veðri. Skyndilegur leki virðist hafa komist að bátnum sem lagðist á hliðina á um það bil hálfri mínútu. Fjórir skipverjar komust upp á lunningu bátsins og skömmu síðar tókst einum þeirra, Jóni Gunnari Kristinssyni, að kafa undir lunning- una og losa gúmbjörgunarbátinn. Skipti þess dáð Jóns Gunnars sköpum fyrir þá sem af komust. Um tíu mínút- um eftir að þeir voru komnir í gúmbátinn lyfti Æsa stefninu og hvarf í hafið. Mönnunum var bjargað um borð í 7 lesta vélbát Vigdísi BA- 377. Mennirnir sem fórust höfðu báðir verið undir þiljum þegar slysið varð. Þeir voru Hörður Sævar Bjarnason skipstjóri, 48 ára, Hnífsdalsvegi 8 ísa- firði og Sverrir Halldór Sigurðsson stýrimaður, 58 ára. Sverrir Halldór hafði verið búsettur á Ólafsvík undan- farin ár, en var að flytja til Flateyrar. Sverrir var tengdafaðir Harðar. Hörður Sævar Bjarnason var fædd- ur á ísafirði 21. febrúar 1948. Eftirlif- andi kona hans er Kolbrún Sverris- dóttir. Þau eiga tvo syni og eina dótt- ur. Auk þess lætur Hörður eftir sig átta önnur börn auk fjögurra fóstur- barna úr fyrra hjónabandi. Börn hans eru á aldrinum fimm mánaða til 31 árs. Hann var nýtekinn við skipstjórn á Æsu, en hefur undanfarin ár rekið fiskverkun á Suðureyri. Sverrir Halldór Sigurðsson var fæddur í Reykjavík 6. september 1936. Hann lætur eftir sig átta börn sem hann átti með eiginkonu sinni Sigrúnu Sigurgeirsdóttur. Þau skildu. Sverrir stundaði sjómennsku mest alla starfsævi sína, oft sem stýrimað- ur. 13. október 1996 Að kvöldi þess 13. október fórst mótorbáturinn Jonna SF-12 frá Höfn í Hornafirði austur af Skarðsfjöruvita þegar báturinn var á leið úr slipp á höfuðborgarsvæðinu austur til Hafn- ar. Leki hafði komið að bátnum og bilun var í rafmagni og hafði skip- stjóri óskað eftir því við nálægan bát, Fróða, kl. 18.45 á sunnudagskvöld, að fylgst yrði með sér. Taldi skipstjóri ekki um alvarlega bilun að ræða, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki aftur í Jonnu, . Upp úr kl 20 á sunnudagskvöld var hafin leit og tóku þátt í henni um 60 menn frá Vík í Mýrdal allt til Hafnar í Hornafirði. Þá var leitað af sjó og þyrla Landhelgisgæslunnar TF-Líf tók einnig þátt í leitinni. Um kl. 22.00 fannst mikið brak úr Jonnu á Meðal- landsfjöru austan Skarðsfjöruvita, þar á meðal tveir útblásnir björgunarbát- ar. Um tíu vindstig voru um kvöldið, mikið sandfok og brim og aðstæður til leitar erfiðar. Leitað var næstu daga án árangurs. Þrír menn fórust með Jonnu SF-12. Þeir voru: Jón Gunnar Helgason skip- stjóri 41 árs. Jón Gunnar lætur eftir sig eiginkonu og 4 börn. Vignir Högnason vélstjóri 32 ára. Vignir læt- ur eftir sig sambýliskonu og 2 börn auk tveggja fósturbarna. Guðjón Kjartan Viggósson 18 ára. Guðjón Kjartan var ókvæntur og barnlaus. 12. nóvember 1996 Banaslys varð á loðnumiðunum austur af Langanesi að kvöldi þriðju- dagsins 12. nóvember, þegar maður fór útbyrðis með nótinni af loðnuskip- inu Faxa. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á staðinn um kl. 21.00, en aðstoð hennar afturkölluð kl. 22.15, þar sem skipverjar höfðu þá skotið út báti og fundið líkið. Maðurinn sem fórst hét Bjarni Ómar Steingrímsson, fæddur í Reykjavík þann 23. júlí 1959. Hann var til heimilis að Grettisgötu 84 í Reykjavík. Bjarni Ómar var ókvæntur og barnlaus.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.