Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Síða 88

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1997, Síða 88
88 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Minning Sigfús Halldórsson Fæddur 7. febrúar 1920 — Dáinn 21. desember 1996 Hollvinur Sjómannasamtakanna, Sigfús Halldórsson, er fallinn frá. Hann ánafnaði Sjómannadagsráði fjögur tónverk og sá um í 40 ár að rita nöfn allra þeirra sem fórust á sjó í minningabók, en þeim sið hefur verið haldið frá 1938 þá fyrsti Sjó- mannadagurinn var haldinn hér á landi. Ég hitti Sigfús fyrst eftir Sjó- mannadaginn 1970. Hann kom inn á Hrafnistu til þess að hitta vin sinn Guðmund H. Oddsson og til að sækja minningabókina hvar hann skrautritaði nöfn allra þeirra er fór- ust á sjó, þ.e. milli Sjómannadaga. í spjalli mínu við Sigfús bar margt á góma og persónan hreif mig. Hann sagði mér að innritun nafna drukkn- aðra sjómanna snerti sig djúpt. „Ég hef þann sið að áður en ég byrja að skrifa nöfnin fer ég með Faðirvorið og hef stutta andakt. Allt þetta hefur tengt mig sjómannastéttinni sem ég lít upp til.“ í minningabrotum um lífshlaup Sigfúsar, sem Sveinn Sæ- mundsson tók saman og birtist í Hrafnistubréfi í desember 1995, segir Sigfús að það næsta sem hann hafi komist sjómennsku sé sumar á síld. Sigfúsi segist svo frá: „Eftir að síldarvertíðin hófst var ég hálflinur til að byrja með en stæltist fljótt. Þetta var held ég fyrs- ta sumarið sem menn voru með vél- knúna nótabáta. Körlunum fannst þetta ekkert mál, fyrst ekki þurfti að róa til þess að kasta nótinni. En það var snurpað á höndum, og það fannst mér erfitt til að byrja með. Síðan leið sumarið. Þegar við kom- um til Reykjavíkur þetta haust var ég orðinn hraustur og stæltur og leið dásamlega. Sumarsíldveiðar með Þorvaldi Arnasyni á Steinunni gömlu var lífsreynsla sem ég hefði ekki viljað fara á mis við.“ í byrjun desember sl. kom út geisladiskur á vegum sjómanna- samtakanna, „Við eigum samleið,“ með tjórum lögum sem Sigfús Hall- dórsson tileinkaði Sjómannadeginum. „Þakkargjörð,“ „Arnarrím,“ „Stjáni blái“ og „Til sjómannsekkjunnar,“ auk nokkurra annarra laga eftir Sig- fús, sem flutt eru af félögum Sinfón- íuhljómsveitar íslands og Karlakór Reykjavíkur. Þá eru nokkur lög sem Sigfús flytur sjálfur og er sú upptaka frá 1960. í fyrrnefndu viðtali Hrafn- istubréfsins segir Sigfús um tilurð þeirra laga sem hann ánafnaði Sjó- mannadeginum: „Þegar ég las kvæði Arnar Arnarsonar, „Stjáni Blái,“ hafði það gífurleg áhrif á mig. Ég vann að tónverki við kvæðið í þrjú ár. A þeim tíma var ég meira á rómantísku lín- unni, eins og lögin frá þeim tíma bera með sér. Nú er kvæðið „Stjáni blái“ ekki í þeim anda heldur frásögn eða ballaða. Sú uppistaða sem ég samdi fyrst var þó alltaf fyrir hendi, en breyttist eftir því sem lengra leið, sér- staklega eftir að ég kynntist dr. Robert Abraham, þeim mikla tónlistarmanni. Ég vann allt verkið undir hans hand- leiðslu. Hann gaf mér margar ábend- ingar og hafnaði ýmsu sem ég hafði áður gert — vildi að ég gerði vissa hluti betur. Þetta var erfið fæðing. Þá kom mætur tónlistarmaður að málurn líka, Jón Þórarinsson, sem útsetti verkið fyrir sinfóníuhljómsveit. Löngu síðar las ég kvæði eftir séra Sig- urð Einarsson í Holti, „Til sjómannsekkj- unnar.“ Við þetta kvæði gerði ég nokkuð veigamikið verk. Jón Sigurðsson aðstoðaði mig við að vinna úr því. Það var svo nokkru síðar að mikið fárviðri gekk yfir landið og í fréttum um kvöld sagði frá því að vélbáts væri saknað. Það var Svanur frá Súðavík. Báturinn hafði farist. Ég vissi hvað til míns friðar heyrði að færa nöfn sjómanna inn í minningabókina. Svo eftir hálftíma kom frétt um að til allrar guðs lukku hefði öllum mönnum af Svani verið bjargað. Fréttin — þessi gleðifrétt — snart mig eins og ég trúi að hún hafi snortið alla Islendinga. Ég gekk beint að hljóðfærinu og spilaði þakkar- gjörð. Verkið er ekki hugsað sem söngur, heldur aðeins sem tónverk. Urn það bil ári síðar var ég með mál- verkasýningu á ísafirði. Mér varð gengið niður að höfn eins og oftar og fylgdist með því sem þar gerðist. Ég sá þá fallegan bát sem hét Kofri og var frá Súðavík. Þegar ég var að virða bátinn fyrir mér kom maður upp úr lúkarnum. Hann spurði hvort mér þætti ekki báturinn fallegur. Hvort mig langaði ekki að koma um borð og sjá hvernig þar væri umhorfs. Þegar við fórum að spjalla saman kom í ljós að þarna var kominn einn þeirra sem björguðust af Svaninum. Hann sagði mér aðdraganda þess að Svanurinn fórst og hvernig björgun mannanna, sem var nánast kraftaverk, bar að. Ég sagði við manninn að mér væri mál- ið dálítið skylt. Spurði hann síðan hvort hann vildi ekki ganga með mér upp í Gagn- fræðaskóla þar sem ég hefði aðsetur á Isa- firði. Mig langaði til að spila fyrir hann það sem mér hafði dottið í hug kvöldið sem vél- báturinn Svanur fórst. Ég sneri mér við þegar lagið var á enda og sá að hann var votur um augun. Hvort ég vildi spila þetta aftur? Ég gerði það. Hann sagði: „Ég hef ekkert vit á músík, en í þessum tónum, þeir eru nákvæmlega eins og þeir voru í bænum okkar.“ Síðasta verkið sem Sigfús ánafnaði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.