Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Side 40

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Side 40
ÞÁTTUR STARFSFÓLKS LEIKSKÓLA 'l HLUTVERKALEIK BARNA ________________________ AÐFERÐ Athuganir Til að kanna hvernig starfsfólk tekur þátt í, hefur áhrif á og örvar leik barnanna voru gerðar athuganir og myndbandsupptökur í 30 leikskólum á höfuðborgar- svæðinu. Leikskólarnir voru valdir með handahófsúrtaki og voru börnin sem fylgst var með 3-6 ára. Af þeim 30 fullorðnu sem tóku þátt í rannsókninni voru 22 leik- skólakennarar. Hlutverkaleikur barnanna á afmörkuðum hlutverkaleiksvæðum var athugaður. Þrjátíu mínútur af leiktímabili barnanna voru teknar upp á myndband, tíu mínútur í byrjun leiks, tíu mínútur af miðju leiktímabils og tíu mínútur í lokin. Þegar böndin voru skoðuð var notað sérstakt form sem skipt var í 90 tuttugu sek- úndna bil. Hegðun starfsfólksins var skráð á tuttugu sekúndna fresti. Annars vegar var skoðað hvað hinir fullorðnu voru að gera þegar börnin voru að leik á hlutverkaleiksvæðunum og var það flokkað niður á eftirfarandi hátt: - var fjarverandi - var viðstaddur, gerir eitthvað annað - fylgist með óformlega - gerir athuganir og skráir - hefur afskipti (íhlutun). Hins vegar var skoðað hvernig þeir fullorðnu höfðu afskipti og tóku þátt í leiknum. Flokkun Christis (1982) á afskiptum fullorðinna í leik var höfð til hliðsjónar og eftir- farandi flokkar voru búnir til: 1) Afskipti utan frá, óháð þema leiksins. (Hinn fullorðni stendur utan við leik- inn og hefur afskipti utan þema leiksins.) 2) Afskipti utan frá, innan þema leiksins. (Hinn fullorðni stendur utan við leik- inn og hefur afskipti innan þema leiksins.) 3) Afskipti irman frá (þátttaka). Þátttaka í leiknum var flokkuð í fernt: - Samhliða leikur. - Samleikur I. (Hinum fullorðna var þá boðið að taka þátt í leiknum sem barnið skipuleggur og hefur stjórn á.) - Samleikur II. (Hinn fullorðni stígur inn í leikinn sem barnið skipuleggur og hefur stjórn á.) - Samleikur III. (Hinn fullorðni tekur þátt í og hefur stjórn á leiknum.) 4) Leikþjálfun. Upptökurnar voru skráðar og greindar af rannsakanda og aðstoðarmanni. Óháður athugandi skráði einnig 150 mínútur af upptökunum til að meta áreiðanleika skrán- ingarinnar. Spurningakönnun Til að kanna skoðanir starfsfólks á leiknum og viðhorf þeirra til þess hver áhrif starfsfólks eigi að vera á leik barna var lagður spurningalisti fyrir 700 starfsmenn leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Spurningakönnunin var gerð í leikskólunum. Rannsakandinn fór á fyrirfram ákveðnum tíma og beið meðan þátttakendur svör- 38
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.