Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Blaðsíða 118

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Blaðsíða 118
FRUMKVÖÐLAR OG ANNAÐ FÓLK Í ÓLGUSJÓ UPPLÝSINGA____________________ LANDKÖNNUÐUR GERIST LEIÐSÖGUMAÐUR Hugmyndir Nikis Davis um hvemig nota eigi upplýsingatækni á áhrifaríkan hátt í námi og kennslu eru heldur bjartsýnni á möguleika skólanna (Davis 1997). Tilgang- ur greinar hennar er líka að setja fram tillögur um aðferðir við að þróa áfram nýt- ingu upplýsingatækninnar en þær tillögur byggir hún á rökstuddri greiningu á þróuninni hingað til. Nikis Davis segir að þróun í upplýsingatækni gerist fremur í stökkum en að hún sé ferli. Fyrsta þrep einkennist oft af tilraunum frumkvöðla sem eru áhugasam- ir og kraftmiklir einstaklingar. Næsta þrep einkennist af því að stjórnendur taka forystu og farið er að samræma stefnumótun. Oft er byrjað að huga að tækjum og hugbúnaði en smám saman er sjónum beint að námskránni - hvernig nýta megi tæknina í þágu námsmarkmiða. Á þriðja þrepi er tæknin orðin eðlilegur hluti af starfi stofnunarinnar og að því skal stefnt. Til að þoka þessari þróun áleiðis verður að greina stöðu kennara og átta sig á að þeir þurfa stuðning til að læra að nota upplýsingatækni. Við verðum að átta okkur á að kennarar taka ákveðna áhættu með því að viðurkenna þörfina fyrir nýjungar, með því gætu þeir verið að viðurkenna að núverandi starf þeirra sé úrelt. í ljósi þessa er nauðsynlegt að skapa umhverfi sem styður kennara með ráðgjöf. Mikilvægt er að átta sig á að verkefnið er liður í starfsþróun sem líta verður á sem nám sem byggir á fyrri reynslu kennarans. Sú aðferð sem best hefur reynst eru óformlegar samræður sem felast í því að ráðgjafinn hlustar og gefur góð ráð. Hlutverk ráðgjafans er að benda á tengsl milli námskrármarkmiða og viðeigandi tölvutækni og ganga jafnframt út frá persónulegri reynslu kennarans og þeim gild- um sem kennaranum sjálfum finnst skipta máli í kennslu og námi (Davis 1997:256). Ef rannsókn mín er mátuð við þessar hugmyndir er greinilegt að frumkvöðull- inn íslenski hefur tekið þátt í fyrsta þrepi sem frumkvöðull en er nú að færa sig yfir á annað þrep þar sem hann leggur áherslu á hlutverk stjórnenda og ráðgjafa og hef- ur hug á að nýta reynslu sína sem ráðgjafi. Hugmyndir Heklu um hlutverk ráðgjafa sýnist mér fara alveg saman við þær hugmyndir sem Nikis Davis lýsir. FÓLKIÐ í FYRIRRÚMI Brent Robinson leggur svolítið öðruvísi áherslur þegar hann lýsir þeim þrepum sem stigin eru við að innleiða upplýsingatækni í skólastarfi. Hann segir að fyrsta þrepið sé tæknin. Megináhersla er þá lögð á að tæki séu fyrir hendi og kennarar fái þjálfun í tölvunotkun. Næsta þrep er kennslufræðin þegar farið er að beina sjónum að kennslufræðilegum þáttum fremur en tækjum. En til að komast alla leið er óhjá- kvæmilegt að stíga upp í þriðja þrepið sem felst í að vinna með breytingaferlið þar sem áherslan er á mannlega þætti og unnið er út frá því sem vitað er um breytingar í stofnunum (Robinson 1997:41). Þetta er í samræmi við hliðstæðar kannanir á breytingum í menntun og skóla- þróun almennt. Þróunin í upplýsingatækni frá tækjum og hugbúnaði til kennslu- fræði og síðan ábendingar um að athyglin þurfi að beinast að mannlega þættinum í nýtingu upplýsingatækni í skólum endurspegla til að mynda kenningar Michaels 116
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.