Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 12

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Page 12
ÞRÓUN HLJÓM-2 búning fyrir lestrarnámið en lestrarnámið sjálft. Að sjálfsögðu þarf sú þjálfun sem fram fer að vera í samræmi við aldur og þroska barns. í Aðalnámskrá leikskóla (1999) er einmitt lögð áhersla á málrækt og að vekja áhuga barnsins á rituðu máli. Hvað er hljóðkerfisvitund? Börn fjögurra til sex ára gömul eru flest komin með nokkuð gott vald á móðurmál- inu. Þau eru farin að gera sér grein fyrir hljóðfræðilegri uppbyggingu talaðs máls og farin að leika sér að tungumálinu á annan hátt en áður. Þau búa til ný orð, bullríma eða finna hvaða orð ríma saman og hver ekki. Þessi leikur að orðum og hljóðum er mikilvægur undanfari lestrarnáms. Hæfnin eða þroskinn til að geta slíkt kallast meðal fræðimanna hljóðkerfisvitund (phonological awareness). Hljóðkerfisvitund er mjög vítt hugtak og felur í sér að hæfileikann að geta skoðað, hugsað um og breytt viljandi hljóðrænum þáttum tungumálsins (Scarborough og Brady, 2002). Barn sem svarar, að ekki heyrist /s/ ísól af því að sólin tali ekki, hefur t.d. ekki enn þroskað þenn- an hæfileika. Flest börn eru komin með nokkra hljóðkerfisvitund við fjögurra ára ald- ur og eru farin að kunna að meta að leika sér með rím og orð. Hljóðkerfisvitund ásamt málfræðivitund (grammatical awareness), merkingarfræðivitund (semantic awareness), setningafræðivitund (syntactic awareness) og málnotkunarvitund (prag- matic awareness) falla undir hugtakið málmeðvitund (metalinguistic awareness). Hljóðkerfisvitund er oft ruglað saman við hljóðvitund (phonemic awareness), sem er einn þáttur hljóðkerfisvitundar. Með hljóðvitund er einungis átt við að börn geri sér grein fyrir að orð eru samsett úr röð hljóðunga (fónema) og að þau skynji hljóð- ræna uppbyggingu orðanna. Hljóðvitund þroskast heldur seinna en aðrir þættir hljóðkerfisvitundar og heldur áfram að þroskast samhliða lestrarnámi. Hljóðkerfis- vitund er mun víðara hugtak en hljóðvitund og felur m.a. í sér skynjun á stærri hljóð- rænum heildum og einingum eins og orðum, rími og atkvæðum. (Scarborough og Brady, 2002). í HLJÓM-2 eru 6 verkefni sem reyna aðallega á hljóðkerfisvitund, þar af reyna tvö verkefni meira á hljóðvitund, en eitt verkefnið, Mnrgræð orð, tengist öðr- um þætti málmeðvitundar eða merkingarfræðivitund. Þegar þriggja ára gömul börn eru að leiðrétta talvillur, einkum annarra, og leika sér að hljóðum er það vísbending um að hljóðkerfisvitund sé að þroskast. Við þriggja til fjögurra ára aldur heyra börn yfirleitt hvort orð er sagt á rangan hátt. í athugun Chaneys (1992) gátu 91% þriggja til fjögurra ára barna dæmt um hvort tiltekin ensk orð voru rétt borin fram eða ekki. Hins vegar gátu aðeins 14 % þriggja til fjögurra ára barna komist að því hvort orð byrjar á sérstökum hljóðungi eða ekki. Flest börn geta þetta við fimm til sex ára aldur (sbr. Calfee, Lindamood og Lindamood, 1973; Liber- man, Shankweiler, Fischer og Carter, 1974). Hljóðkerfisvitund byrjar því að þroskast löngu áður en formlegt lestrarnám hefst. Þjálfun hljóðkerfisvitundar ætti því að vera einn af þeim þáttum málræktar sem sinnt er í leikskólanámi. Tengsl hljóðkerfisvitundar við mólÞroska og lestur Sterk tengsl virðast vera á milli hljóðkerfisvitundar og málþroska og hafa þau fund- 10
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.