Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Síða 54

Uppeldi og menntun - 01.01.2003, Síða 54
BETUR M Á EF DUGA SKAL þjóna þessu markmiði og er skyldugrein á öllum brautum, alls 3 einingar. Þá kemur fram að í lífsleikni sé ekki fjallað um efnið út frá fræðilegum forsendum og hug- myndakerfum, heldur eigi að leggja hugmyndir, lífssýn og forsendur nemendans til grundvallar {Aðalnámskrá framhnldsskóla. Lífsleikni, 1999: 3). Það kemur því ekki á óvart að skólar hafa mikið sjálfstæði í útfærslu á greininni. í aðalnámskránni eru áfangar útfærðir bæði sem einn þriggja eininga áfangi og sem þrír einnar einingar áfangar. í lokamarkmiði er m.a. stefnt að því að nemandi: rækti með sér samkennd, samhyggð og virðingu fyrir skoðunum ann- arra til að geta átt auðug og gefandi samskipti við einstaklinga óháð kyni, kynferði, þjóðerni, trú og líkamlegu og andlegu atgervi. (Sama heimild:6). Þessi setning kemur síðan fram í öllum áfangalýsingum. I lýsingunni á einunr áfang- anum, LKN 111, er nefnt að viðfangsefnin geti verið margvísleg og er staða kvenna og karla nefnd sem dæmi. Lífsleiknin er því mögulegur vettvangur fyrir fræðslu um jafnréttismál og eini áfanginn þar sem fjölskylduábyrgð á að vera til umfjöllunar samkvæmt inngangi {Aðalnámskrá framhaldsskóla. Lífsleikni, 1999:3) þó að það sé ekki ítrekað í áfangalýs- ingum. Það fer síðan eftir áhuga kennara eða stefnu einstakra skóla hvort og hvernig sú umfjöllun og fræðsla fer fram. Upplýsinga- og tæknimennt Þrátt fyrir mikla umræðu um mikilvægi tölvu- og upplýsingalæsis fyrir nútímafólk og sérstakan áhuga þáverandi menntamálaráðherra á upplýsingatækni fær þessi nýja námsgrein mjög takmarkað rými í nýrri aðalnámskrá framhaldsskóla. Töluvert er fjallað um greinina en erfitt reynist að finna henni samastað. í aðalnámskránni um upplýsinga- og tæknimennt er annars vegar fjallað um tölvufræði sem námsgrein á kjörsviði náttúrufræðibrautar og hins vegar um almenn marknrið upplýsinga- og tölvunotkunar í framhaldsskólum sem samþætta á inn í aðrar greinar. Þá er einn valáfangi UTN 103 fyrir þá sem ekki hafa nægilegan grunn í upplýsinga- og tölvu- notkun til að nýta sér til gagns í námi. Töluvert hefur verið fjallað um kynjamun í tölvunotkun og mismunandi áhuga kynjanna á tölvum í skólum (Sólveig Jakobsdóttir, 1999). Sú umræða virðist skila sér inn í námskrána ef marka má eftirfarandi umfjöllun um tölvufræðina: Leggja ber ríka áherslu á að tölvufræðin höfði jafnt til beggja kynja þannig að viðfangsefnin tengist daglegu lífi, áhugasviðum og reynslu- heimi beggja kynja ... Einn liður í þessari viðleitni getur verið að fræða nemendur um frumkvöðlastarf kvenna í þróun tölva og forritunar og leggja áherslu á að kynna nemendum hvar konur hafa haslað sér völl innan tölvunarsviðsins {Aðalnámskrá framhaldsskóla. Upplýsinga- og tæknimennt, 1999:6).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.