Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Síða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Síða 8
128 Tímarit lögfræöinga greiðslu skuldar eru almennt eigi refsiverð, en áburður á kaupmann um vanefndir á greiðsluskyldu mundi vera æru- meiðing, því að slíkur áburður mundi verða virðingu hans til hnekkis meðal starfsbræðra hans og annarra.1) Hins- vegar mundi aðdróttun um sumar lítilsverðar ávirðingar, sem að vísu geta orkað aðilja refsingu, alls ekki allt af verða virðingu hans til hnekkis, og verða því refsilaus samkvæmt 235. gr. hegnl. Sekta má aðilja fyrir það, ef hann lætur bifreið sína standa of lengi á sama stað í til- tekinni götu, fyrir aktur eitt skipti á ljóslausu reiðhjóli, fyrir að leggja bifreið á óleyfðan stað o. s. frv. En það mundi varla verða talið virðingu hans til hnekkis, þó að hann væri borinn þeim verknaði eitt skipti. En ef að- dróttun fæli í sér áburð um skeytingarleysi almennt í þess- um efnum, þá gæti það orðið virðingu hans til hnekkis og því refsiverð ærumeiðing samkvæmt 235. gr. Verður það að fara eftir mati hverju sinni, hvort aðdróttun um athöfn eða athafnaleysi horfi virðingu manns til hnekkis. En aðdróttun þarf ekki að varða athöfn sérstaka eða athafnaleysi. Ef hún felur í sér áburð um siðgæðiskort hjá þeim, sem hún beinist að, þá mundi hún verða honum til virðingarhnekkis, þó að við enga sérstaka athöfn eða athafnaleysi sé miðað. Aðdróttun um skort á sannsögli eða sannleiksást felur því t. d. í sér ærumeiðingu samkvæmt 235. gr. hegnl. Er þetta svo alkunnugt og slíkur fjöldi dóma þar um, að tilvitnana í þá virðist ekki þörf. Sú siða- krafa er almennt gerð til manna, að þeir segi ekki ósatt vísvitandi, og áburður um brot á þeirri siðareglu horfir því til virðingarhnekkis. Hinsvegar mundi áburður um ósanna sögn tiltekið skipti út af fyrir sig ekki fela í sér ærumeiðingu, ef ekki er sýnt af sambandinu, að hann feli í sér aðdróttun um vísvitandi ósannindi. Þó má vera, að manni sé borið vítavert gáleysi í meðferð sannleikans, enda má slíkt verða löstur, og áburður um slíkan löst mundi verða manni til virðingarhnekkis, og því refsiverður 1) Sbr. Hrd. IV. 51.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.