Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Síða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Síða 35
Meiöyröi og meiöyröamál. 155 sent honum, enda ekki neitað því, að hann væri höfundur bréfsins.1) Ef varnaraðili synjar þess, þá mun dómari geta haft ákvæði 154. og 155. gr. sbr. 159. gr. laga nr. 85/1936 til hliðsjónar. Mundi þá meðal annars eiga að rannsaka það samkvæmt 155. gr. laga 1936, hvort rithönd á bréfinu og einkum nafni bréfritara undir því líktist rithönd varn- araðilja, ef ástæða þætti til efa um falsleysi skjalsins. Eiður samkvæmt 163. gr. laga nr. 85/1936 sýnist ekki verða leyfður, jafnvel þótt mál sé einkamál, því að aðildar- eiður mun nú á dögum ekki verða hafður í refsimálum. Ef ekki þykir nægilega víst, að varnaraðili sé höfundur bréfs, þá mundi auðvitað eiga að sýkna hann.la) Ef ærumeiðing er munnleg, þá verður sóknaraðili að sanna það, að varn- araðili hafi haft sömu eða svipuð ummæli þeim, sem varn- araðilja er sök á gefin, að hann hafi haft sömu eða svipaðar móðganir í frammi gagnvart þeim, sem telur sig æru- meiddan, að varnaraðili hafi útbreitt þær ærumeiðingar o. s. frv.2) Munnlegar ærumeiðingar eða móðganir í lát- æði verða venjulega einungis sannaðar með framburði vitna. Skortir þá stundum á samræmi í skýrslum þeirra. Sum vitna kýeðast ef til vill hafa heyrt sum ummælin, önn- ur einnig sum þeirra, en önnur en fyrrnefndu vitnin, og enn önnur engin ummælin heyrt. Ef tvö eða fleiri vitni kveðast örugglega hafa heyrt varnaraðilja segja tiltekin orð, en önnur segja fortakslaust, að hann hafi ekki sagt þau, enda hafi hvor tveggja haft jafna aðstöðu til þess að heyra orðin, þá er líklegt, að sýkna verði varnaraðilja. En ef tvö vitni eða fleiri fullyrða, að varnaraðili hafi sagt tiltekin orð, en önnur kveða sig ekki hafa heyrt það, þá verður naumast alrnennt sagt, að þau hnekki framburði inna fyrrnefndu vitna. En auðvitað fer þetta eftir atvikum hverju sinni. Fram til 1903 voru úrslit stundum látin, sam- kvæmt N. L. 1-14-6, velta á synjunareiði varnaraðilja í einkamálum um ærumeiðingar, þegar svo var farið, að !) T. d. Ðómasafn VIII. 465. ia) Sbr. Dómasafn VI. 510. 2) Sbr. t. d. Dómasafn IV. 186, VIII. 703, X. 251.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.