Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Page 56

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1952, Page 56
176 Tímarit lögfrœSinga ljós látið, ef hann vill ekki vera dæmdur fyrir frumlega að- dróttun. Nægir þá ekki, þó að hann vísi til þess, að hann hafi einungis sagt það, sem almannarómur sé.1) Ef enginn sérstakur er borinn fyrir aðdróttun, þá mun útbreiðandi verða talinn bera hana fram í sínu nafni, enda má vera, að útbreiðandi einmitt beri það fyrir, að hann segi það eitt, sem aðrir segi, til þess að láta svo líta út, að hann sé ekki upphafsmaður að aðdróttun. 0g jafnvel þótt útbreiðandi í orðum kveðist telja inn meidda ósannan að sök, þá getur slíkt alls ekki allt af bjargað honum undan refsingu, því að atvik geta sýnt það, að skýrslan um aðdróttun, þó að hún sé með þeirri viðbót, sé beinlínis í því skyni gerð að koma aðdróttun á framfæri meðal almennings. Fer slíkt auðvitað eftir atvikum, sem meta verður hverju sinni. Því síður verður útbreiðandi sýkn sakar, þó að hann slái þann varnagla, að ekki viti hann, nema áburður kunni að vera ósannur. Aðalatriðið sýnist það oft vera, að ummæli um aðdróttun, og þá auðvitað einkum ummæli á prenti, eru fallin til þess að koma aðdróttun til viðtundar margra manna eða jafnvel almennings. Hins vegar getur sjálfsagt staðið svo á, að umtal um orðróm, sem þegar er kominn upp, sé í því skyni uppi haft, að orðrómurinn verði sleginn niður eða leiðréttur. Og verður þá að meta sannindi slíkrar varnarástæðu. Þá er athugandi, hverju máli bona eða mala fides út- breiðanda skipti. Virðist það atriði hafa sömu þýðingu sem um sakarábera sjálfan var sagt. Þá er athugandi, hverju það skipti, ef aðdróttun er þegar sönnuð áður en hún er borin út, eða síðar tekst að sanna hana. títbreiðandi veldur því að vísu, að aðdróttun kemst til vitundar fleiri manna en ef til vill ella með útbreiðslu sinni. En með því að það skiptir ekki máli að meginstefnu til, þótt sakaráberinn upp- haflegi kæmi áburði sínum til vitundar margra manna, þá virðist svipað hljóta að gilda um útbreiðanda, að hann sæti almennt ekki harðari viðurlögum en upphaflegi sakar- 1) Sbr. Dómas. II. 4-13, IV. 247, VI. 73, VIII. 736. Sbr. og VI. 425.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.