Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Page 4

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Page 4
66 Tímarit lögfrœöinga 1000 -5-15 100 • 12 62,50. 2. En vel má vera, að A veiti B lánstraust um greiðslu peninga fyrir endurgjald, sem ekki sé þannig miðað við krónutölu lánshæðarinnar, heldur sé endurgjald fyrir láns- traustið greitt í öðru en peningum, t. d. með vinnu eða vöru. Má þá vera, að t. d. vinnan eða varan sé áætiuð eða metin tiltekna krónutölu eða engin slík áætlun eða slíkt mat hafi fram farið, heldur einungis slumpað til, eða jafnvel eru skiptin svo döguð, að aðiljar geri sér ekki grein fyrir því, hvers virði endurgjaldið sé í krónum talið. Ljóst er þó, að slík skipti verður venjulega að meta svo sem vaxtatöku samkvæmt 1. að ofan. 3. Einnig má svo vera, að á yfirborði sé ekkert endur- gjald veitt fyrir veitingu lánstrausts, heldur veiti skuldu- nautur lánardrottni einhvern greiða eða hlunnindi þess í stað, t. d. atvinnu eða húsnæði með venjulegum eða sann- gjörnum kjörum. A hefur t. d. sett það skilyrði fyrir lán- veitingu til B, að B veiti honum vinnu eða stöðu við fyrir- tæki sitt með launum samkvæmt kaupkjörum stéttarfé- lags síns, eða húsnæði samkvæmt mati húsaleigunefndar eða dómkvaddra manna eða fyrir tvímælalaust sanngjarna leigu. Sýnast þessi lögskipti ekki almennt vej’ða metin end- urgjald fyrir lánstraustsveitingu á borð við vaxtatöku, enda þótt A í dæminu hagnist á þeim, með því að hann kynni annars að sæta einhverju atvinnuleysi eða fengi sér ann- ars ekki jafn hagfeilda atvinnu eða yrði ella að sæta dýr- ara eða sér óhaganlegra húsnæði. Hins vegar getur sjálf- sagt staðið svo á, að A noti sér neyð B, er þeir semja um lánveitinguna, t. d. að liann knýi B til þess að taka sig (A) í vinnu, þótt A sé til þess lítt hæfur eða B þurfi hans ekki eða festing húsnæðisins standi hagfelldri sölu hússins í vegi, sem B telur sér þó léttbærara en að verða af láninu. II. 1. Algengt er, að raunveruleg lánveiting er klædd í gerfi lcaups otf sölv- Svo er það, þegar banki, sparisjóð- ur eða einstakur maður „kaupir“ víxil eða skuldabréf af

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.