Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Blaðsíða 15
Okur og skyld brot. 77 hendingu á öðrum jafnmörgum og jafngóðum ám að til- skildum tíma liðnum, enda séu þær ekki fylgifé með leigu- jörð, yrði sjálfsagt að haga leigutöku eftir ákvæðum 3. gr. okurlaganna. Hann mætti þá t. d- ekki áskilja sér í leigu eina á árlega á leigutímabilinu, því að þá næmi leigan 10% p. a. Líklega væri öðru máli að gegna, ef leigutaki skyldi skila sövm ánum að loknum leigutíma. Þá mundi leigusali bera áhættu af tortímingu ánna af óviðráðanlegum ástæðum og fyrningu þeirra, svo að 3. gr. okurlaganna mundi naumast taka til þessa tilviks, þó að ekkert skuli fullyrt um álit dómstóla á því máli. Annars kunna ýmis vafasöm tilvik, blönduð og mismunandi, að koma fram í lögskiptum manna, sem ekki er unnt að sjá fyrir og elta uppi, og verða þá dómstólar að leysa úr ágrein- ingi eftir þcirri meginreglu, sem telja má felast í ákvæðum okurlaganna, væntanlega þeirri, aö 1.—6. cjr. þeirra talci yfirleitt til eignarlöns, þar sem venjulega slcal greiöa í sömu tegund, sama magni og sömu gæöum. Hitt er annað mál, að in concreto kann að vera samið um efndir í öðrum verðmætum. Má þá stundum svo vera, að raunverulega fari kaup og sala eða skipti fram, t. d. ef A lætur B í té 2. jan. 1953 50 000,00 kr. í peningum gegn því, að B af- hendi honum til eignar 2500 tunnur af saltsíld eigi síðar en 30. september sama ár. En stundum kunna slík skipti að fela í sér dulbúinn samning um peningalán, og að því leyti verði að meta skiptin með hliðsjón af ákvæðum 1.—6. gr. okurlaganna. Það er nokkuð títt, að endurgjald fyrir ýmis störf sé miðað við fjárhæð þá, sem starfið hefur varðað, eða sá hefur grætt eða annars fengið, sem starf er unnið fyrir. Umboðssali í verzlunarskiptum fær t. d. tiltekinn hundr- aðshluta af verði þess varnings, sem hann seiur. Mál- flutningsmaður reiknar sér tiltekinn hundraðshluta af skuld, sem hann innheimtir, eða tiltekinn hundraðshluta af þeirri f járhæð, sem dómsmál það varðar, er hann flytur. Fasteignasali reiknar sér tiltekinn hundraðshluta af and- virði fasteignar, sem hann selur, verðbréfasali af söluverði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.