Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Side 15

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Side 15
Okur og skyld brot. 77 hendingu á öðrum jafnmörgum og jafngóðum ám að til- skildum tíma liðnum, enda séu þær ekki fylgifé með leigu- jörð, yrði sjálfsagt að haga leigutöku eftir ákvæðum 3. gr. okurlaganna. Hann mætti þá t. d- ekki áskilja sér í leigu eina á árlega á leigutímabilinu, því að þá næmi leigan 10% p. a. Líklega væri öðru máli að gegna, ef leigutaki skyldi skila sövm ánum að loknum leigutíma. Þá mundi leigusali bera áhættu af tortímingu ánna af óviðráðanlegum ástæðum og fyrningu þeirra, svo að 3. gr. okurlaganna mundi naumast taka til þessa tilviks, þó að ekkert skuli fullyrt um álit dómstóla á því máli. Annars kunna ýmis vafasöm tilvik, blönduð og mismunandi, að koma fram í lögskiptum manna, sem ekki er unnt að sjá fyrir og elta uppi, og verða þá dómstólar að leysa úr ágrein- ingi eftir þcirri meginreglu, sem telja má felast í ákvæðum okurlaganna, væntanlega þeirri, aö 1.—6. cjr. þeirra talci yfirleitt til eignarlöns, þar sem venjulega slcal greiöa í sömu tegund, sama magni og sömu gæöum. Hitt er annað mál, að in concreto kann að vera samið um efndir í öðrum verðmætum. Má þá stundum svo vera, að raunverulega fari kaup og sala eða skipti fram, t. d. ef A lætur B í té 2. jan. 1953 50 000,00 kr. í peningum gegn því, að B af- hendi honum til eignar 2500 tunnur af saltsíld eigi síðar en 30. september sama ár. En stundum kunna slík skipti að fela í sér dulbúinn samning um peningalán, og að því leyti verði að meta skiptin með hliðsjón af ákvæðum 1.—6. gr. okurlaganna. Það er nokkuð títt, að endurgjald fyrir ýmis störf sé miðað við fjárhæð þá, sem starfið hefur varðað, eða sá hefur grætt eða annars fengið, sem starf er unnið fyrir. Umboðssali í verzlunarskiptum fær t. d. tiltekinn hundr- aðshluta af verði þess varnings, sem hann seiur. Mál- flutningsmaður reiknar sér tiltekinn hundraðshluta af skuld, sem hann innheimtir, eða tiltekinn hundraðshluta af þeirri f járhæð, sem dómsmál það varðar, er hann flytur. Fasteignasali reiknar sér tiltekinn hundraðshluta af and- virði fasteignar, sem hann selur, verðbréfasali af söluverði

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.