Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Page 49

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1953, Page 49
Okur og skyld brot. 111 Vitanlega getur það borið við, að bjargandi verði talinn hafa beinlínis notað sér neyð („bágindi") gagnaðilja síns, er björgunarsamningur var gerður, til þess at) afla sér ,,bérsýnilega“ ósanngjarnra björgunarlauna úr hendi hans fyrir starf sitt. Mundi 7. gr. okurl. þá taka yfir þau skipti. Skiptir það miklu máli, með því að bjargandi yrði þá einnig venjulega sekur við 253. gr. hegningarlaganna. III. 1. Ákvæði 253. gr. hegningarlaganna eru nýmæli í íslenzkum lögum og svara til 282. gr. hegningarlaga Dan- merkur frá 15. apríl 1930, þó að nokkru mismuni um efni. I 282. gr. dönsku hegningarlaganna segir, að sá skuli sæta refsingu fyrir olcur, sem notar sér neyð annars manns o. s. frv. til þess að afla sér með löggerningi (retshandel) eða áskilja sér greiðslu, sem mismunar greinilega við gagn- greiðsluna. Svo er þeim mælt refsing, sem hafa uppi kröfu eða framselja slíka kröfu, enda viti þeir um það, hvernig löggerningurinn er til kominn. 2. 253. gr. Islenzku hegningarlaganna hljóðar svo: „Hafi maöur notaö sér bágindi annars manns, einfeldni hans, fáhunnáttu eöa það, að hann var öörum háöur til þess að afla sér meö löggerningi hagsmuna eöa áskilja sér þá, þannig að bersýnilegur munur sé á hagsmunum þess- um og endurgjaldi því, sem fyrir þá lcoma eða slcyldi lcoma, ieða hagsmunir þessir slcyldu veittir án endurgjalds, þá varðar það varðhaldi eða fangelsi allt að 2 árum.“ Annmarkarnir á þeim aðilja, sem hallann bíður af skipt- unum, eru inir sömu sem í 7. gr. okurl. segir (bágindi, einfeldni, fákunnátta og ósjálfstæði), að „léttúð“ undan- tekinni. Þegar engum inna nefndu fjögurra annmarka er til að dreifa, hefur víst ekki þótt ástæða til þess að refsa, þó að aðili hafi hagnazt á léttúð einni saman, er inn síðar- nefndi sýndi af sér við samningsgerðina, enda þótt lög- gerningurinn sé lýstur ógildur í 7. gr. okurlaganna. Ákvæði 253. gr. varða eingöngu refsihlið málsins. Þau verður því að skýra í samræmi við önnur ákvæði hegning- arlaganna. Huglægt (subjektivt) refsiskilyrði er ásetn- ingvr, sbr. 18. gr. hegnl. Ásetningur er liér fólginn í vit-

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.