Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Síða 64

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Síða 64
190 Tlmarit lögfrœðinga. Sumarið 1949 hafði heilbrigðisstjórn krafizt nokkurra lagfæringa á húsnæði og áhöldum veitingastofunnar. Hinn 15. okt. 1949 tóku S og T við veitingastofunni, og húsa- leigu greiddu þeir til N til 30. nóv. 1949. En 19. s. m. lýstu þeir yfir því, að þeir riftuðu kaupunum, og færðu fram í riftunarmálinu þessar ástæður: 1. Að umbúnaður veitingastofunnar fullnægði ekki kröf- um heilbrigðisstjórnar, og að þeir S og T hafi verið duldir þess, enda hafi þeir K og E ábyrgzt, að eigi yrðu settar hömlur á atvinnureksturinn af þeim ástæðum. Veitinga- stofunni var ekki lokað, þegar hér var komið sögu, enda höfðu S og T athugað útlit veitingastofunnar og umbúnað, áður en sala fór fram. Þrennu er talið hafa verið ábóta- vant, er þeir S og T tóku við rekstri veitingastofunnar. Tvö af þessum atriðum tóku S og T að sér að lagfæra, án nokk- urs fyrirvara, og héldu síðan áfram rekstrinum. Þegar af þessari ástæðu töldust þeir hafa firrt sig rétti til rift- ingar vegna þessara galla. 2. Að þeim S og T hafi verið ábyrgzt, að veitingastofan yrði rekin fyrir sömu húsaleigu sem verið hafði og á veit- ingaleyfi N. Hafði hann tekið við leigu og alls ekki meinað S og T að reka starfsemina á veitingaleyfi sínu, og voru þessar ástæður því ekki taldar heimiia riftingu. 3. Að nafn (firma) veitingastofunnar hafi ekki verið skrásett í firmaskrá og hafi ekki fengizt skráð þar. Hafi þeir S og T gert ráð fyrir því við kaupin, að nafnið væri skráð, enda væri það mikils virði, að starfsemin gæti gengið undir óbreyttu nafni. Ekki er talið sannað, að þetta atriði hafi borið á góma, er kaupin gerðust, enda hefðu kaup- endur getað sjálfir gengið úr skugga um skráninguna, ef þei mhefði þótt það máli skipta. Þessi riftingarástæða varð því ekki heldur tekin til greina. 1 héraði var málskostnaður látinn falla niður, en í hæsta- rétti, þar sem héraðsdómur var að öllu leyti staðfestur, voru S og T dæmdir til greiðslu málskostnaðar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.