Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Side 5

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Side 5
til að sinna því. Yrði þá svipaður háttur hafður á og tíðkast í Danmörku síðan 1958. Svíar hafa hins vegar svokallað ,,lagrád”, sem venjulega er skipað 3 hæstaréttardómurum og einum dómara úr æðsta stjórnsýsludómstólnum. Munu þessir dómarar hafa leyfi frá dómstörfum, meðan þeir sinna verkefnum í lagaráðinu. Sýnist næsta ólíklegt, að svipaðri stofnun verði komið upp hér á landi af fjárhagsástæðum, enda vafasamt, hversu heppilegt það yrði í reynd. Starfsemi lagasetningardeildar í dómsmálaráðuneytinu mætti hins veg- ar í upphafi haga eftir efnum og ástæðum. Þar yrði fyrst um að ræða lag- færingar á frumdrögum að lagafrumvörpum og reglugerðum, athuganir á sam- ræmi við önnur ákvæði og hugsanlegum árekstrum við stjórnarskrána. Síðar mætti í þessari deild til dæmis kanna nýmæli varðandi endurbirtingu laga að undangengnum breytingum einstakra ákvæða, fækkun laganúmera og sam- ræmingu efnis þeirra í stærri bálkum. Endurbirting laga tíðkast ekki hér á landi nema ákveðið sé að fella breyt- ingar inn í eldri lög og gefa þau út með nýju númeri. Þessi aðferð er svo hátíðleg, að hún er sjaldnar notuð en vera þyrfti. í Lagasafni eru breytingar á lögum felldar inn í meginmál þeirra, en Lagasafn kemur ekki út nema einu sinni á áratug eða svo. Þegar það er orðið gamalt, þarf að nota það með var- úð, og tekur þá oft óþarflega langan tíma að ganga úr skugga um, að menn hafi réttan lagatexta í höndunum. Heppilegt er að endurbirta lög í Stjórnar- tíðindum, þegar þeim hefur verið breytt verulega, en láta þó gamla númerið standa óbreytt. Hitt atriðið sem sagt var að e.t.v. mætti fela lagasetninga- deild í dómsmálaráðuneytinu, varðar afnám dreifðra ákvæða um ýmis svið löggjafar og samningu stærri bálka í þeirra stað. Nefndir hafa oft unnið að slíkum verkefnum. Óþarft er þó að hafa nefndir til að sinna þeim, ef aðallega er stefnt að samræmingu, en ekki meiri háttar breytingum. Loks má nefna, að í lagasetningardeild mætti e.t.v. vinna að kynningarstarfsemi í þágu al- mennings um efni laga. Starfsemi af því tagi er nú dreifð og ekki markviss, þó að sums staðar sé um þessar mundir unnið af talsverðum dugnaði, t.d. í Tryggingastofnun ríkisins og hjá ríkisskattstjóra. Vafalaust má um það deila, hvort einstakar stofnanir eða einn opinber aðili eigi að annast þetta starf, en samræming myndi auka upplýsingastarfsemi um ýmis lög, sem nú eru alls ekki kynnt almenningi svo sem skyldi. Þór Vilhjálmsson. 99

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.