Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Side 21

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Side 21
„Skipting eingarráða“; III. kaflinn varðar réttindi og skyldur íbúa í fjölbýlishúsum; IV. kafli er um sambýlisháttu og í V. kafla eru ýmis ákvæði. Lagafrumvarpinu fylgdu drög að tveimur reglugerðum, og hafa þær nú verið settar, enda óhjákvæmilegt til að lögin nái tilgangi sínum. Rgl.nr. 281/1976 er um ákvörðun eignarhluta í fjölbýlishúsum j og rgl.nr. 280/1976 um samþykktir fyrir húsfélög. Er þar að finna reglur, sem gilda eiga í fjölbýlishúsum, ef húsfélagið sjálft hefur ekki sett sér samþykktir. Vei’ður nú vikið að hverjum kafla laganna fyrir ' sig. II. 1. Gildissvið laganna. Fjölbýlishús hér á landi eru næsta mismunandi að stærð og gerð, og er því vandasamt að setja um þau sameiginlegar reglur. Sum eru tvíbýlishús, önnur margra hæða íbúðablokkir. íbúðum er stundum raðað hverri ofan á aðra, stundum hlið við hlið, og er þá talað um raðhús. Eignaraðild getur verið með ýmsu móti, eins og áður segir, og stundum er hluti húsanna notaður til annars en íbúðar. Þeir sem skipuleggja íbúðasvæði og teikna fjölbýlishús hafa ekki létt laga- smíðina, því að stundum er fyrirkomulag þannig, að sambýlishættir sýnast ekki hafa verið hafðir í huga. — Um það mátti deila, hvort lögin frá 1959 giltu um hvers konar fjölbýlishús, þó að sennilega hafi svo verið. 1 nýju lögunum er leitast við að gera ótvírætt, að þau geti átt við mismunandi tegundir fjölbýlishúsa. Beint eiga lögin þó ekki við nema blokkir, þar sem íbúðirnar eru í eigu fleiri en eins aðila. Það er sem sagt hin dæmigerða blokk, sem höfð er í huga. Hrafn Bragason lauk embættisprófi frá laga- deild háskólans 1965 og hefur verið borgar- dómari í Reykjavík frá 1972. Framhaldsnám hefur hann stundað í Osló og Bristol í réttar- fari o.fl. Hann hefur unnið að samningu laga um ýmis mál, m.a. neytendavernd, stöðu ríkis- starfsmanna og fjölbýlishús. Þá hefur hann unnið að félagsmálum háskólamanna og lög- fræðinga. í grein þeirri, sem hér birtist og byggð er á framsöguerindi á fundi í lögfræð- ingafélaginu 20. apríl sl., er fjallað um lög nr. 59/1976 um fjölbýlishús, sagt frá helstu ný- mælum og þau borin saman við lög nr. 19/1959. 115

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.