Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Blaðsíða 19
Telja verður, að prófraun samkvæmt 14. gr laga nr. 61/1942 verði eigi þreytt fyrir Félagsdómi, og hefur tilmælum um það verið vísað á bug. Dómar og úrskurðir. Félagsdómur er eins og aðrir vinnumarkaðsdómstólar einsstigs dómstóll, og verður dómum hans því eigi skotið til Hæstaréttar. Hins- vegar má leita dóms Hæstaréttar um það, hvort mál heyri undir úr- lausn Félagsdóms. Slíkt málsskot getur orðið með þessum hætti: 1. Að kærður sé úrskurður Félagsdóms um að máli skuli ekki vísað frá dómi. 2. Að kærður sé dómur Félagsdóms, sem kveður á um vísun frá dómi. 3. Að efnisdómi Félagsdóms sé skotið til Hæstaréttar vegna þess að mál hafi ranglega verið dæmt í Félagsdómi. 4. Þá má skjóta til Hæstaréttar úrskurði Félagsdóms um skyldu til að bera vitni, um eiðvinningu og sektir. Það hefur öðru hvoru komið fyrir, að úrskurðum og dómum sam- kvæmt 1. og 2. lið hafi verið skotið til Hæstaréttar. Einu sinni hefur úrskurði um skyldu og heimild til að skýra frá því fyrir dómi, hvað fram hefði farið á fundum hjá sáttasemjara, verið skotið til Hæsta- réttar, Fd. II. 107, Hrd. XV. 345. Aftur á móti hefur það aldrei komið fyrir, að efnisdómi hafi verið skotið til Hæstaréttar af þeirri ástæðu að mál hefði ranglega verið tekið til meðferðar og dæmt í Félagsdómi, enda er hér naumast um raunhæft atriði að ræða. Hefðu aðiljar máls flutt það fyrir Félagsdómi án kröfu um frávísun, en kæmu svo eftir dómsuppsögu og krefðust ógildingar, mætti væntanléga líta svo á, að þeir hefðu í reynd samþykkt málsmeðferð samkvæmt 3. lið 44. gr. vl. Málsskot til Hæstaréttar á úrskurðum og dómum Félagsdóms fer eftir reglum um meðferð kærumála. Kærufrestur í þessum málum er þó ekki nema ein vika samkvæmt 67. gr. vl., og hafa yngri lög eigi hagg- að því ,sbr. Hrd. XLIV. 837. Dómar Félagsdóms eru aðfararhæfir og ákveður dómurinn aðfarar- frest. Félagsdómur gefur út dóma sína á 5 ára fresti. Eru þegar komin út 6 bindi, en það VII. er í prentun. Fd. — Dómur Félagsdóms. Hrd. — Hæstaréttardómur. 113

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.