Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Qupperneq 27

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Qupperneq 27
ingur er undirritaður, kynna kaupanda reikninga húsfélagsins og stöðu og framlög íbúðar til þess. Flestir fasteignasalar munu í reynd fara eftir þessu, en rétt þótti að lögbinda þessa tilhögun. 1 síðari mgr. 18. gr. segir, að kaupanda skuli gert ljóst, ef hús er selt í byggingu, hver sé raunverulegur byggingarkostnaður. Segja má, að hér sé verið að gera smátilraun til að gera fasteignamarkaðinn stöðugri, án þess að mönnum sé gert of erfitt fyrir. Reynt er með ákvæðinu að efla verð- skyn seljenda og kaupenda. Ákvæðið er sett að danskri fyrirmynd. Að lokum skulu hér nefnd tvö atriði, sem ekki eru í lögunum. Fyrra atriðið varðar ábyrgð einstakra íbúðareigenda gagnvart aðilum utan húsfélagsins, þeim sem eiga kröfu á húsfélág skv. sanmingi og þeim sem eiga skaðabótakröfu á það. í hópi lögfræðinga hérlendis hefur þessi spurning nokkuð verið rædd. Spurningunni er ekki svarað á sama hátt alls staðar í erlendri löggjöf. 1 núgildandi lögum eru ekki ákvæði um þetta atriði og Danir hafa ekki heldur þann háttinn á. Þegar slíkum ákvæðum er sleppt, leið- ir það af almennum reglum um ábyrgð í sameignarfélagi, að ábyrgðin er í þessu tilfelli bein og solidarisk, þ.e. eigendur bera ábyrgð einn fyrir alla og allir fyrir einn, sbr. Eignarétt Ólafs Lárussonar bls. 74—75 og Hrd. II. bls 6. Um danskan rétt er fjallað í Peter Blok: Ejerlejligheder, bls. 135 og áfram og bls. 224 og áfram. líétt sýnist að líta á húsfélagið sem sameingarfélag. Þessi tilhögun getur varla talist ósanngjörn, þar sem tryggingar munu venjulega mæta skaðabóta- ábyrgðinni, og húsfélag, sem er sæmilega rekið, stofnar ekki án sam- þykkis til skuldbindinga, sem ekki má greiða með venjubundnum fram- lögum til félagsins. Húsfélag getur gert breytingar á þeim með því að taka í samþykktir sínar ákvæði um aðra skiptingu ábyrgðar. Hins veg- ar er ekki hægt að ráðleggja slíkt, þar sem líkur eru á, að það skemmi lánamöguleika húsfélagsins. I 3. mgr. 12. gr. er mælt fyrir um lög- veðsrétt þess, sem verður að borga meira en honum ber, og dregur þetta ákvæði enn frekar úr áhættu við solidariska ábyrgð. Annað atriði, sem mjög hefur verið fjallað um meðal lögfræðinga, er sóknar- og varnaraðild húseigenda í fjölbýlishúsi í dómsmálum, sem upp kunna að koma og varða sambýlishúsið. Samkvæmt lögunum og reglugerðunum, sem settar hafa verið í samræmi við þau, verður þetta nokkuð glöggt. Varði málið eign eins einstaks íbúðareiganda, eins og hún er skilgreind í lögunum, skal hann stefna og honum vera stefnt og aðeins honum. Varði málið framkvæmdir, sem húsfélagið hefur beð- ið um, skal stefna því og fyrir þess hönd, sbr. 9. gr. rgl. nr. 280/1976, 121

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.