Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Page 25

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Page 25
II. 4. Um sambýlishætti. Hér er fyrst tekið upp hið almenna ákvæði 18. gr. laganna frá 1959 þess efnis að ganga skuli þrifléga um og valda ekki öðrum í húsinu óþæg- indum eða ónæði. Síðan er það nýmæli sett, að húsfélög skuli í húsregl- um setja venjulegar umgengnisreglur. I rgl nr. 280/1976 um samþykkt- ir fyrir húsfélög eru nokkur ákvæði, sem lúta að húsreglum, og eru þar gerðar lágmarkskröfur til efnis þeirra. Fyrirmyndir að húsreglum má víða fá, t.d. hjá ýmsum byggingarfélögum og úr formálabókum, t.d. bókinni Formálabókin mín eftir Björn Þ. Guð- mundsson borgardómara. Þá hefur kaflinn það nýmæli að geyma, að lagt er á vald húsfélags að krefjast þess af eiganda eða íbúa fjöl- býlishúss, að hann flytji úr húsinu, geri hann sig sekan um gróf eða ítrekuð brot á skyldum sínum gagnvart húsfélaginu eða félags- manni þess. Þar sem hér er talað um húsfélag og ákvörðunin er þýð- ingarmikil, verður að taka hana á fundi, sem boðaður hefur verið á tryggilegan hátt með hæfilegum fyrirvara. Skriflegt fundarboð, þar sem fundarefnis er getið, og sem er sent með þeim fyrirvara, að bréf- ið verði komið til móttakanda 8—4 dögum fyrir fund, ætti að vera nægileg fundarboðun. Til fyllsta öryggis mætti senda símskeyti með sama fyrirvara. Á húsfélagsfundi ræður atkvæðafjöldi skv. húsfélags- samþykktum. Skv. rgl. nr. 280/1976 nægir einfaldur meirihluti íbúðar- eigenda, sbr. 1. gr. 4. mgr. þeirra. Atvæðin eru þá metin samkvæmt 1. gr. 3. mgr. eftir eignarhlutum. Brot íbúðareiganda eða annars íbúa verður að sjálfsögðu að vera alvarlegt, svo að vísa megi honum úr íbúð sinni. Gert er ráð fyrir, að hann fái a.m.k. eina skriflega aðvörun. Láti hann ekki skipast við aðvörun húsfélags og haldi áfram að brjóta af sér, getur húsfélagið skv. ákvörðun á fundi höfðað mál á bæjar- þingi og gert þá kröfu, að hann víki úr húsnæðinu. Fáist viðurkennt með dómi, að íbúi skuli víkja úr íbúð, má með aðstoð fógeta bera hann úr húsnæðinu. Dómari yrði í úrlausn sinni að athuga, hvort ákvörðun húsfélagsins er réttilega gerð og hvort efnisrök styðja ákvörð- unina. Húsfélagið verður að sanna brot íbúa. Brot hans getur verið á lögunum um fjölbýlishús, reglugerð um húsfélagið, húsreglum og almennum hegðunarreglum. Sönnunargögn gætu verið lögregluskýrsl- ur og bókanir í gerðarbók húsfélagsins. Dómari legði heildarmat á, hvort brot íbúa sé sannað og hvort það sé svo alvarlegt, að það eigi að valda brottvísun. Sífelld endurtekning brota, sem hvert út af fyrir sig er ekki mjög stórfellt, getur einnig orðið brottvísunarástæða. Ákvæði sem þetta hefur ekki verið í lögum hér á landi áður, en þó hefur verið talið heimilt að svipta íbúa umráðum húsnæðis vegna 119

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.