Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Qupperneq 17

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Qupperneq 17
þeim verið neitað um fyrirgreiðslu að þessu leyti, Fd. VII. 15. 27. Á þessi möguleiki á sjálfstæðri málssókn að vera trygging fyrir því, að félag geti ekki setið á rétti félagsmanns og hindrað hann í því að geta leitað réttar síns fyrir Félagsdómi í þeim sérmálum, sem undir dóm- stólinn falla. Spurning gæti risið um réttarstöðu einstaks félagsmanns, ef félag hans hefði fyrir Félágsdómi t.d. gert sátt um atriði, sem félagsmaður- inn teldi sér í óhag. Slík sátt mundi væntanlega ekki binda hendur almenns dómstóls, og gæti félagsmaðurinn því leitað réttar síns með málssókn þar, sbr. og það sem áður er sagt um möguleikann á vali milli málssóknar fyrir Félagsdómi og hinum almennu dómstólum. Ann- að mál er það, að væri um að ræða skýringar á ákvæðum kjarasamn- ings, má gera ráð fyrir, að vætti eða afstaða forráðamanna stéttar- félagsins, sem gert hefðu kjarasamninginn, mundi vega þungt í því máli. Þess eru dæmi, að einstökum félagsmönnum í félagi vinnuveitenda hafi verið heimilað að ganga inn í mál við hlið félags síns og gera þar sjálfstæðar dómkröfur, Fd. V. 171. Málflutningsheimild 45. gr. vl. virðist hér á landi fyrst og fremst formregla, a.m.k. að því er stéttarfélögin varðar. I framkvæmd er það svo, að einstök stéttarfélög fela lögmanni sínum að fara með málið, og þau reka það alfarið að sínum hætti, þótt nafn sambands standi í heiti þess. Vera má, að tengsl einstakra vinnuveitendafélaga við sam- band sitt séu að þessu leyti nánari, því að lögmenn Vinnuveitenda- sambands Islands hafa ætíð fyrir Félagsdómi farið með mál þeirra vinnuveitenda, sem í því eru. Samkvæmt 3. mgr. 26. gr. laga nr. 46/1973 um kjarasamninga opin- berra starfsmanna gilda sömu reglur og þær, sem greinir í 45. gr. vl., þegar rekin eru fyrir Félagsdómi mál samkvæmt 1. mgr. 26. gr. fyrr- nefndra laga. Þetta á nú einnig við um Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, sbr. 35 gr. laga nr. 29/1976. Sé ákvæða 45. gr. vl. eða 3. mgr. laga nr. 46/1973 ekki gætt, varðar það vísun máls frá Félagsdómi, Fd. II. 55, Fd. VII. 60, sbr. Hrd. XLIV. 837. Málsmeðferð. Meðferð mála fyrir Félagsdómi fer í höfuðatriðum eftir ákvæð- um lága nr. 85/1936. Lögð er áhersla á það, að málin fái hraða með- ferð og afgreiðslu. Stefnufrestur getur verið styttri en í almennum einkamálum, 51. gr. vl. Stefna skal geyma ítarlega frásögn um mála- 111

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.