Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 3

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 3
rniAitri- - Lö(.iiti;m\<.\ 4. HEFTI 27. ÁRGANGUR DESEMBER 1977 ÓKEYPIS LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ Á síðari árum hafa augu manna ( vaxandi mæli opnast fyrir þeirri þörf, sem hér á landi er fyrir hendi, að þjóðfélagið hjálpi fólki, sem ekki er vel efnum búið, til að njóta þeirrar sjálfsögðu þjónustu, sem felst í því að njóta lögfraeðilegra leiðbeininga við lausn hinna ýmsu vandamála sinna. Hér á landi hafa orðið stórstígar framfarir á undanförnum áratugum á sviði almannatrygginga, og er nú svo komið að segja má, að almenningur njóti opinberrar verndar og bótaábyrgðar ríkissjóðs gegn slysum, sjúkdómum og elli, og þessu til viðbótar Iífeyristrygginga, fjölskyldubóta og atvinnuleysis- trygginga. Margir telja þó, að enn mætti ganga lengra í þessum efnum, og benda þá gjarnan á, að við séum enn langt á eftir öðrum þjóðum hér sem annars staðar. Hvað varðar lögfræðiaðstoð án endurgjalds, sem á erlendum tungum er nefnd ,,fri retshjælp“, ,,legal aid“, stöndum við vissulega að baki nágranna- þjóðum okkar, svo sem hinum Norðurlandaþjóðunum, Englandi og V-Þýska- landi. Að vísu hafa lengi verið í réttarfarslögum ákvæði um gjafsókn (gjafvörn) til handa m.a. „einstökum mönnum, sem eru svo illa staddir fjárhagslega, að þeir mega ekki án þess fjár vera frá framfærslu sinni eða sinna eða frá at- vinnurekstri sínum, er fara mundi til málsins." Þegar þessi ákvæði eru nánar skoðuð, kemur í Ijós, að þau eiga eingöngu við um málskostnað í dómsmáli. Þau ná ekki yfir kostnað vegna máls fyrir nefndum, ráðum eða öðrum stjórnvöldum. Þannig getur einstæð móðir, sem berst gegn þeirri kröfu föður barnsins, að barnaverndarnefnd svipti hana for- ræði barns síns, ekki vænst styrks þjóðfélagsins í formi gjafvarnarleyfis. Dómsmálaráðuneytið veitir gjafsókn. í lögunum segir að athuga skuli málstað umsækjanda eftir föngum, áður en gjafsókn er veitt, og ennfremur, að beiðni um gjafsókn skuli fylgja vottorð formanns niðurjöfnunarnefndar um fjárhag og ástæður umsækjanda. Það er mál manna, að dómsmálaráðuneytið sé að jafnaði ákaflega íhalds- samt við útgáfu leyfanna og neiti iðulega um gjafsókn. Er þá annað hvort, að 165

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.