Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 36
Þessu næst gerði Kristjana Jónsdóttir grein fyrir reikningum Tímarits lög- fræðinga og gat þess m.a., að áskrifendur að því væru nú tæplega 600 tals- ins. Þá var samþykkt að hækka félagsgjöld úr kr. 1.200 í kr. 2.500 á ári. Gjald- keri upplýsti, að frá 1/12 1977 væri almenna gjaldið til BHM kr. 3.789 og samningsgjaldið kr. 6.316. Aðalfundurinn var illa sóttur. Bandarískur sjóréttur Bandarfski prófessorinn Charles L. Black jr. frá Yale flutti fyrirlestur 12. janúar á fundi í Lögbergi um efnið: „The Contours of American Maritime Law“. Að fyrirlestri loknum svaraði prófessor Black fyrirspurnum frá Magnúsi Thoroddsen borgardómara, Tómasi Árnasyni hrl., prófessor Arnljóti Björnssyni og Jóni Thors deildarstjóra. Fundur þessi var allvel sóttur. Jón Steinar Gunnlaugsson ritari Lögfræðingafélags Islands. ÚR DÓMABÓK KJARADÓMS Árið 1977, laugardaginn 17. desember kom Kjaradómur saman að Rauðar- árstíg 31, Reykjavík, og var haldinn af Benedikt Blöndal, formanni dómsins, og kjaradómendunum Jóni Finnssyni, Jóni Sigurðssyni, Jóni Rögnvaldssyni og Jóni G. Tómassyni. Fyrir var tekið: Kjaradómsmálið nr 9/1977: Lögfræðingafélag Islands ríkisstarfsmannadeild gegn fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og í því upp kveðinn svohljóðandi d ó m u r: Mál þetta var þingfest í Kjaradómi 6. desember sl. og dómtekið að loknum munnlegum málflutningi sama dag. Hinn 18. nóvember 1977 kvað Kjaradómur upp dóm í kjaradómsmálinu nr. 3/1977: Bandalag háskólamanna gegn fjármálaráðherra f.r. ríkissjóðs, um nýjan aðalkjarasamning aðila, sem gildir frá 1. nóvember 1977 til 31. október 1979. Meginkröfur sóknaraðila um sérkjarasamning eru um almenna launahækk- un til félagsmanna. Af hálfu varnaraðila er þess í meginatriðum krafist, að skipun í launaflokka og önnur kjaraatriði verði óbreytt að því undanskildu, að boðin hefur verið fram ný skipan fæðiskostnaðargreiðslna. Kröfum um almenna launahækkun er hafnað. Með dómi Kjaradóms um aðalkjarasamning Bandalags háskólamanna og fjármálaráðherra 18. nóvember sl. var kveðið á um almerina hækkun launa. Dómurinn telur, að sú leiðrétting, sem þá var gerð á kjörum sóknaraðila, hafi gengið svo langt til almennrar hækkunar á launum sem aðstæður leyfðu. Sóknaraðili hefur ekki sýnt fram á, að röðun starfsheita í launaflokka, sem gilt hefur, sé verulega áfátt og verður hún því lögð til grundvallar. 198

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.