Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 43
Lögmannafélag íslands. Frummælendur verða Þór Vilhjálmsson og Stefán Már Stefánsson. Síðar í vetur mun verða boðað til félagsfundar um lögréttu- frumvarpið og fylgifrumvörp þess. Dómsmálaráðherra hefur nú skipað nefnd til þess að annast undirbúning að byggingu dómhúss í Reykjavík. í henni eiga sæti, tilnefndir af ráðherra, Baldur Möller, ráðuneytisstjóri, formaður, Björn Ingvarsson, yfirborgardómari og Halldór Þorbjörnsson, yfirsakadómari, svo og Magnús Thoroddsen, borg- ardómari. Hinn síðasttaldi er tilnefndur af Dómarafélagi Reykjavíkur, sem gefinn var kostur á að nefna mann í nefndina. Már Pétursson. ALÞJÓÐARÁÐSTÉFNA LÖGFRÆÐINGA 1977 Vikuna 21.—26. ágúst s.l. var 8. alþjóðaþing lögfræðinga háð í Manila, höf- uðborg Filipseyja. Þetta er talið fjölmennasta alþjóðaþing, sem nokkru sinni hefur verið haldið. Þingið sátu yfir 5000 lögfræðingar, þar af 2000 lögfræðingar frá um 100 þjóðlöndum utan Filipseyja, m.a. frá Kína, Sovétríkjunum og Evrópu- ríkjum austantjalds. Alþjóðaþingin hafa verið haldin annað hvort ár síðan hið fyrsta var í Aþenu árið 1963. M.a. hafa þau verið háð í höfuðborgunum Bankok, Belgrad, Abidjan og Washington (1975). Samtökin, sem efna til alþjóðaþinganna nefnast á ensku The World Peace Through Law Center. Nú skiptast samtökin í fjórar greinar: Alþjóðasamband dómara, Alþjóðasamband lögmanna, Alþjóðasamband laga- prófessora og Alþjóðasamband lagastúdenta. Auk sameiginlegra funda ráðstefnunnar voru háðir sérfundir í hverri deild. Ég sótti þingið sem skipaður fyrsti landsformaður samtakanna hér á landi frá árinu 1964 og starfandi síðan sem slíkur. Ég var eini Islendingurinn, sem sótti þingið, enda dýrt að fara svo langa og torsótta leið. Leiðin austur til Manila tók 4 daga frá islandi með viðkomustöðum og gistingum, t.d. í Bankok vegna flugvélaskipta. Leiðina heim var unnt að taka í þremur áföngum. Veðursældin eystra var mikil þótt regntíminn væri eigi með öllu liðinn. Filipseyingar eru fádæma viðmótsþýtt fólk og gott heim að sækja. Þár var gott að vera íslendingur vegna þess að þeir dáðu hetjuskap okkar í þorskastríðinu, hafa séð í sjónvarpi glæsilegar litmyndir héðan og fylgdust á sínum tíma vel með Spassky — Fisher skákmótinu. Menn þekktu nafn Ólafs Jóhannessonar sem forsætisráðherra í þorskastríðinu og þótti leitt, að nú skyldi annar vera kominn í hans stað, en létu huggast, þegar ég sagði þeim, að hann væri nú dómsmálaráðherra. Ráðstefnunni stýrði að vanda upphafsmaður samtakanna, Bandaríkjamaður- inn Charles S. Rhyne. Meðal heiðursgesta, sem ávörp fluttu var Fred Ruiz Castro, forseti Hæstaréttar Filipseyja, forsetafrúin alkunna Imelda Romualdes- Markos og alráður forseti ríkisins, Ferdinand E. Markos. Mörg mál voru tekin til meðferðar á ráðstefnunni af ólíkum toga spunnin. Skyldi hún að þessu sinni helguð mannréttindum um víða veröld. Allt var fyrir- fram vandlega skipulagt. Húsnæðið í glæsilegu fundarhöllinni P.I.C.C. gerði 205

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.