Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 32
útilokað að binda í settum lögum, eins og t.d. reglur um orsakasam- band og sennilega afleiðingu (vávæni). Það hefur með sanni verið sagt, að mjög erfitt eða ógerlegt sé að setja skaðabótareglur, sem hafa skuli almennt gildi, vegna þess að slíkar réglur verði annað hvort svo efnislitlar, að þær veiti enga leið- beiningu um einstök álitamál, eða svo nákvæmar, að þær myndu í mý- mörgum tilvikum leiða til óæskilegrar niðurstöðu (Nordenson, Bengts- son og Strömbáck, bls. 76). Ekki er því að leyna, að margar af reglum hinna nýju skaðabótalaga eru því marki brenndar, að þær segja tiltölu- lega lítið. Reglurnar veita litlar upplýsingar, sem að haldi koma við úrlausn einstakra sakarefna. Þetta er auðvitað ókostur, sem gefur tilefni til gágnrýni. Svíar eru t.d. ekkert betur settir, þótt þeir hafi nú lagafyrirmæli, sem segir, að hver sem tjóni valdi á mönnum eða mun- um af ásetningi eða gáleysi skuli bæta það. Culpareglan er hvorki betri né verri, þótt hún sé lögfest. Þó verður að minna á, að hér er um vísi- reglur að ræða. Vísiregla er aðeins leiðbeiningarregla, er skírskotar til mælikvarða, sem ekki er fólginn í reglunni sjálfri, en gert er ráð fyrir, að dómari þekki þennan mælikvarða og geti haft stoð af honum. Vísireglan er ekki sjálfsali, sem lætur dómaranum í té fullmótaða og tilbúna úrlausn sakarefnis. Hér er e.t.v komið að aðalvandamáli þeirra, sem glíma við að lögfesta skaðabótareglur, sem taka fram reglum, er dómstólar hafa myndað. Vandamálið er að búa til lagareglu, sem ekki er alveg innihaldslaus, en veitir þó dómstólum víðtækt svigrúm til að láta réttinn þróast í samræmi við breyttar þjóðfélagsaðstæður. Áreið- anlega eru skiptar skoðanir meðal lögfræðinga um, hvort höfundum norrænu skaðabótalaganna hafi tekist að þræða hinn gullna meðalveg í þessu efni. Þeirri spurningu verður ekki svarað af skynsemi, fyrr en séð verður, hvernig dómstólar beita hinum nýju reglum. Þó að nýju skaðabótalögin stefni í þá átt að draga úr mikilvægi skaðabótaréttar sem bótaúrræðis og auka vátryggingar og opinberar tryggingar að sama skapi, byggja lögin á hinum hefðbundna skaðabóta- rétti. Hugmyndir um að leggja skaðabótaréttinn að mestu niður hafa því ekki náð fram að ganga. Eigi er vitað, hvert verður næsta skrefið í norrænni samvinnu á þessu sviði. Þegar litið er á hina öru þróun tryggingamála á síðustu árum, er alls ekki sjálfgefið, að rétt sé að láta sitja við að endurbæta skaðabótareglurnar á hinum gamla grunni. Grein þessi er að stofni til framsöguerindi, er flutt var á málþingi Lögfræðinga- félags íslands um skaðabótarétt í Skíðaskálanum í Hveradölum 8. október 1977 að viðbættri fjölritaðri greinargerð, er lögð var fram á málþinginu. Fyrsti kafli greinar- innar (sögudrög) er þó nýr. 194

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.