Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Blaðsíða 4
málstaður umsækjanda sé talinn of léttvægur eða fjárhagur hans of góður, nema hvort tveggja sé. Gjafsóknar (gjafvarnar) fyrirkomulagið hefur einatt sætt mikilli gagnrýni úr hópi lögmanna. í lögunum segir að gjafsóknarhafa skuli skipaður talsmaður og að ríkis- sjóður greiði talsmanni ferðakostnað og þóknun fyrir málflutning eftir ákvörð- un dómara þess, er fyrir dómsathöfn þeirri stendur, sem gjafsókn nær til. Þetta þýðir, að lögmaður, sem tekur að sér gjafsóknarmál, er algerlega háður geðþótta dómarans, hvað varðar þóknun fyrir flutning málsins. Þótt dómarinn dæmi lögmanninum þóknun, sem er langt undir lágmarksgjaldskrá L.M.F.Í. getur lögmaðurinn ekki krafið skjólstæðing sinn um mismuninn. Hann verður að sætta sig við það, sem að honum er rétt. Þá fær lögmaðurinn enga greiðslu úr ríkissjóði, fyrr en málinu er endanlega lokið. Það þýðir, að lög- maðurinn verður að sætta sig við að bíða með að fá laun sín greidd, jafnvel svo árum skiptir. Um fyrirframgreiðslu eða innborganir er ekki að tala. En þessu til viðbótar verður lögmaðurinn jafnvel að greiða úr eigin vasa ýmsan annan kostnað, sem málaferlunum fylgir svo sem kostnað við matsgerðir, ferðakostnað osfrv. Allur þessi kostnaður fæst heldur ekki greiddur úr ríkis- sjóði, fyrr en málinu er endanlega lokið með dómi, nema í algerum undan- tekningartilfellum. Þá eru þess dæmi, að ráðuneytið hefur færst undan að greiða lögmanni dæmd gjafsóknarlaun, þar sem fjárveiting, sem veitt hefur verið á fjárlögum til þessara mála það árið, væri uppurin. Það er skoðun lögmanna, að mikil þörf sé á því, að hér á landi verði tekið upp fast kerfi um greiðslur úr ríkissjóði fyrir lögfræðilega aðstoð, sem nái yfir gjafsóknarmál og önnur mál utan dómstóla. Hér er um að ræða verðugt verkefni fyrir Alþingi og ríkisstjórn. Það hefur lengi verið vitað, að fjölmennir hópar fólks hafa ekki átt þess kost vegna fátæktar að njóta þeirrar sjálfsögðu þjónustu, sem felst í lögfræði- legri aðstoð við lausn vandamála sinna. En hvernig yrði þessum málum þá best hagað hér á landi? Mín skoðun er sú að vel kæmi til athugunar að fella þessa hjálp inn í kerfi almannatrygginga. Kostnaður við almannatryggingar er nú áætlaður um 36 milljarðar króna, og finnst sumum, að það sé ærin fjárhæð. Kostnaður við lögfræðilega aðstoð yrði þó ekki nema brot af þessari upphæð árlega. i sumum löndum hefur hið opinbera sett upp sérstakar skrifstofur, sem veita almenningi lögfræðiaðstoð. Þannig hafa Svíar stofnað 35 lögfræðiskrif- stofur um land allt. Ég tel, að við eigum ekki að fara þessa leið, heldur eigi að fela starfandi lögmönnum að veita þessa þjónustu. Þeir hafa sérhæft sig í að veita almenn- ingi lögfræðilega aðstoð, og það er engin ástæða til annars en þeir, sem hið opinbera borgar fyrir, njóti jafngóðrar þjónustu og hinir, sem betur mega sín. En hverjir eiga að njóta ókeypis lögfræðiaðstoðar? Sjálfsagt er að setja ákveðið mark, þannig að fólk sem hefur tekjur og eignir undir einhverju ákveðnu lágmarki falli undir kerfið. Einnig yrði að kveða á um, til hverra mála hjálpin nái. Sjálfsagt er, að hún nái yfir persónu- rétt, sifjarétt og erfðarétt, allan skaðabótaréttinn utan samninga, allt sem varð- ar tryggingamál, lausafjárkaup, sem ekki eru gerð í atvinnuskyni, leigumál, launamál, mál útaf fbúðakaupum og byggingu íbúða, jarðakaup og byggingu 166

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.